Réttur - 01.01.1951, Síða 90
90
RÉTTUR
Víkverji segir að það hafi einkum verið „Jón alþingis-
maður á Gautlöndum, er hélt svörum uppi fyrir nefndina
gegn Jóni riddara frá Kaupmannahöfn og þeim mönnum,
er fylgdu honum.“ „Vér munum, sögðu þeir, eigi þurfa
hjálpar Dana eður annara sambandsþjóða með. Allur heim-
ur væri nú svo siðaður, að enginn mundi ráðast á vopn-
lausa þjóð.“ Þetta er allt og sumt, sem Víkverji hefur
eftir málsvörum nefndarinnar.
Frásögn „Frétta frá Íslandi“ er þessu samhljóða svo
langt sem hún nær, en hún er miklu styttri. Má því gera
ráð fyrir að hér sé ekki stórlega hallað réttu máli. Af þess-
um fáorðu frásögnum er tvennt ljóst, í fyrsta lagi að
skilnaður hefur verið ræddur, enda var hann óhjákvæmleg
afleiðing þeirrar aðferðar, sem nefndin vildi beita, ef hún
átti að leiða til nokkurra úrslita, og í öðru lagi að and-
mælendur nefndarinnar hafa beitt þeim rökum einum, að
leið sú, er hún vildi fara í málinu væri hættuleg og ófram-
kvæmanleg, en hvorki að persónusamband né skilnaður
væri í sjálfu sér óréttmæt stefna.
Að öðru leyti varð gangur málsins á fundinum þessi í
stuttu máli:
Á þriðja degi bar Matthías Jochumsson fram tillögu um,
að fundurinn semdi bænaskrá í stað stjómarskrárfrum-
varpsins, þar sem tekin voru fram þau þrjú aðalatriði, að
konungur veitti alþingi löggjafarvald og fjárforræði, að
allt dómsvald væri hér á landi, að öll landstjóm væri hér
á landi. Benedikt Kristjánsson mótmælti því harðlega, að
tillaga Matthíasar yrði tekin til umræðu fyr en nefndar-
frumvarpið væri útrætt. Við atkvæðagreiðslu um þetta
var 21 atkv. gegn 11 með því að taka tillögu Matthíasar
á dagskrá. Flutti þá Benedikt tillögu um, að fundurinn
skoraði á alþingi „að neita að taka stjórnarmálið til með-
ferðar framvegis og á alþingismenn að heyja eigi þing þetta
sumar.“ Heimtaði Benedikt atkvæðagreiðslu með nafna-
kalli um þessa tillögu. Aðeins tveir greiddu atkvæði annar