Réttur - 01.01.1951, Page 109
RÉTTUR
109
Bandaríkjunum þær ísl. vörur, sem þau krefjast (5. gr.) o. s. frv.
Þjóðin hefur nú séð samninginn í framkvæmd. Hann hefur þýtt
raunveruleg yfirráð ameríska auðvaldsins yfir efnahagslífi íslands
og eru þau yfirráð framkvæmd af einokunarhöfðingjunum ís-
lenzku, sem starfa sem einskonar jarlar eða landshöfðingjar hins
ameríska valds hér. Þeirra verkefni er að reyna að halda sem
mest grímu sjálfstæðis yfir aðgerðum sínum og véla fólkið í
kosningum og síðan flokksmenn sína á þingi, til að sætta sig
við yfirráð hins erlenda auðvalds og einokunarhöfðingja þess.
En rísi fólkið upp, t. d. með verkföllum, þá skal grímunni kast-
að og því sýnt í tvo heimana, eins og ríkisstjórnin nú hótar,
— eða gerist Alþingi óþægt, eins og í smáíbúðamálinu, þá
skal sýnt hver ræður á íslandi: sem sé hvorki þjóðin né þing-
ið, heldur ameriskur auðbanki og „íslenzkt“ fjárhagsráð hans.
Búkörlum er þá gefið til kynna að þeir skuli ekki gera sig
svo digra að vilja ráða því, sem auðkóngar Ameríku einir skulu
ráða, — eins og gert var með bréfi fjárhagsráðs til alls-
herjarnefndar Alþingis 13. janúar 1951. — Stálhnefi Ameríkana
var settur á borðið og meirihluti efrideildarþingmanna kiknaði
5. marz 1951.
Svona er þá komið um frelsi þjóðarinnar á sjöunda ári lýðveld-
isins. Skal nú næst athugað til hvers ameríska auðvaldið og einok-
unarhöfðingjarnir nota vígi þau og vald, er svikið hefur verið
í hendur þeirra eða ofurselt þeim í sinnuleysi.
%
II. Árás ameríska auðvaldsins á Iífskjör Islendinga.
Eftir að hafa náð höfuðvígjum íslenzks atvinnulífs undir vald sitt
og skuldbundið helztu máttarvöld landsins: ríkisstjórn, fjárhags-
ráð og Landsbanka til hlýðni við fyrirskipanir sínar, lagði svo
ameríska auðvaldið til árásanna á lífskjör þjóðarinnar. Frá sjón
armiði hins volduga Mammonsríkis Ameríku var það næsta skref-
ið, eftir að hafa náð nýlendutökum á íslandi, að þrýsta þjóðinni
niður á nýlendustig í lífskjörum hennar, eins og er í öðrum nýlend-
um Bandaríkjanna. Það þurfti harðvítugra og langvarandi aðgerða