Réttur - 01.01.1951, Page 112
112
RÉTTUR
Aðrir launþegar, svo sem starfsmenn hins opinbera, hafa og
orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, þótt þeir hafi atvinnuöryggið
fram yfir þorra verkamanna.
Bændur hafa einnig orðið mjög fyrir barðinu á gengislækk-
uninni vegna hækkunar á nauðsynjum landbúnaðarins. Hafa
kjör sveitafólks ekki aðeins rýrnað stórum við þessa árás
ameríska auðvaldsins á lífskjörin, heldur er og vaxandi hætta
á því að framfarir í landbúnaðinum stöðvist að meira eða
minna leyti sakir verðhækkunarinnar á vélum og öllu til þeirra.
Smáútvegsmenn urðu og fyrir tjóni, því verð á olíu og öðr-
um erlendum einokunarvörum hækkaði nú stórum. Átti þó að
heita að gengislækkunin væri gerð fyrir þá, þegar verið var
að knýja þessa amerísku fyrirskipun fram.
Millistéttir og smærri atvinnurekendur urðu og fyrir barð-
inu á gengislækkuninni þó ekki sízt þeirri ráðstöfun, sem
ameríska auðvaldið lét fylgja henni: samdrættinum í lánveit-
ingum, fjandskapnum gegn innlenda iðnaðinum, atvinnuleysinu
og þeirri rýrnandi kaupgetu, er því fylgdi.
þess, er hinn ameríski hefur. Slíkan mun gera bandarískir
atvinnurekendur í Norðurríkjunum oft á kaupi hvíts manns
og Negra, ef þeir fá því við komið. Hér finnst ameríska auð-
valdinu slikur munur eðlilegur og einokunarhöfðingjarnir ís-
lenzku hneygja sig og janka. Á Keflavíkurflugvelli hefur því
flugmaður, sem tilheyrir herraþjóðinni 8000 kr. á mánuði, þegar
„innfæddur" flugmaður verður að láta sér nægja með 3000—
3500. Svona er farið að því að búa til kúgaða nýlenduþjóð og
venja hana við að líta upp til herraþjóðarinnar. — Amerískir
Marshallmenn virðast líka loks farnir að viðurkenna hve vel
hafi tekizt að lækka kaupgjaldið með gengislækkuninni. Edward
H. Cooley, sem hingað kom á vegum Marshallstofnunarinnar í
apríl 1950 til að rannsaka hraðfrystinguna, segir í „Skýrslu um
hraðfrystiiðnað íslands", sem atvinnumálaráðuneytið gaf út, á
bls. 9: „Kaupgjaldið er jafnlágt eða lægra en í öðrum fiskveiði-
löndum.“