Réttur - 01.01.1951, Síða 113
RÉTTUR
113
Ameríska auðvaldið fyrirskipaði erindrekum sínum samtímis
gengislækkuninni ráðstafanir, sem átti að hindra þjóðina í barátt-
unni fyrir að velta þessum byrðum af sér.
Atvinnuleysið, verzlunareinokunin og einræði Landsbankans yf-
ir atvinnulífinu voru vopnin, sem nú var vegið með að almenningi,
úr þeim höfuðvígjum íslenzks fjármálalífs, sem amerískt auðvald
hafði hertekið með aðstoð skósveina sinna, valdhafa íslands.
Allan síðari hluta árs 1950 var með ráðstöfunum ríkisstjórnar,
fjárhagsráðs og Landsbankans sífellt dregið úr framkvæmdum og
eðlilegu atvinnulífi. í ársbyrjun 1951 hindraði ríkisstjórnin meðan
afli og gæftir voru beztar, að bátaflotinn byrjaði Faxaflóavertíðina,
með því að neita honum um frelsi til að framleiða og flytja út og
kaupa inn nauðsynjar. Allt varð þetta til að auka á atvinnuleysið,
— en Ameríkanar og ríkisstjórnin skoða það aðaltryggingu sína
gegn mannsæmandi kaupgjaldi. í skjóli þess atvinnuleysis, sem nú
var búið að skapa, bannaði ríkisstjórnin að greiða hærri vísitölu
en 123 stig. Jafnhliða voru enn gerðar nýjar ráðstafanir til aukins
atvinnuleysis, eins og meðferðin á byggingarfrelsismálinu bezt
sýndi.
í marz 1951 fékk svo ríkisstjórnin hundrað milljónir króna
að gjöf, í sambandi við innflutningsráðstafanir þær, sem ameríski
„AlþjóðabankinnV leyfði henni að taka. Þeirri gjöf fylgdi það skil-
yrði, að ríkisstjórnin hindraði greiðslur kaupgjalds samkvæmt
vísitölu.
Þegar hér var komið sögu árásanna á lífskjörin nemur kaup-
gjaldslækkunin ein, hjá Dagsbrúnarverkamanni er hafði fasta
vinnu, tæpum 11000 krónum á ári, miðað við að full vísitala væri
greidd, eins og segir í samningum Dagsbrúnar. Þjófnaður sá, sem
amerískt auðvald lætur þjóna sína með ránslöggjöf framkvæma,
myndi því á 3000 fullvinnandi Dagsbrúnarmönnum nema 33 millj-
ónum króna á ári, eða miðáð við 20 þús. fullvinnandi verkamenn
220 milljónir króna á ári, sem auðvaldið rænir af íslenzkum verka-
lýð. Þær bera auðvaldinu góðar rentur Marshallmúturnar.
Er þá svo komið vorið 1951 að amerískt auðvald mútar íslenzk-
um valdhöfum með milljónagreiðslum til ríkisvaldsins, til þess
8