Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 119
RÉTTUR
119
samninga. íslenzk lög eru öll þverbrotin á Keflavíkurflugvelli og
með öllum viðskiptum Ameríkana við völlinn. Allur vöruinnflutn-
ingur Ameríkana þangað er tollsvik og þar að auki eru fluttar
þangað bannvörur, sem alls ekki er leyfilegt að flytja til íslands.
Öll fjármálastarfsemi Ameríkana þar er gjaldeyrissvik, skattsvik
og þannig raunverulegur þjófnaður gagnvart íslenzka ríkinu. Öll
byggingastarfsemi er lögbrot á iðnlöggjöf og lögum umfjárhagsráð.
Allar heilbrigðisframkvæmdir brot á íslenzkum lögum o. s. frv.*
Bandaríkjamenn hafa sámkvæmt samningi aðeins einn rétt: til
endurgreiðslu á þeim hluta tolla og tekjuskatts, — sem þeir eiga
að greiða eins og aðrir, er hér dvelja, — sem stafar af dvöl þess
starfsmannaliðs hér, sem vinnur að viðhaldi sambands þeirra við
hersetulið þeirra í Þýzkalandi.
Framkvæmd Keflavíkursamningsins hefur verið tilraun ame-
ríska auðvaldsins til að sjá hve langt það kæmist í að brjóta ís-
lenzk lög, og troða rétt íslendinga í svaðið, en sölsa undir sjálfa
sig allt vald á Keflavíkurvellinum, til þess að færa það síðan út.
Bjarni Benediktsson hefur verið dyggur aðstoðarmaður ameríska
auðvaldsins við þetta þokkaverk. Samtök þeirra íslendinga, sem
hér var verið að svipta réttindum, — hvort það voru bygginga-
iðnaðarmenn, læknar eða aðrir -hafa verið sorglega sofandi á verð-
inum. Því atorkumeiri hafa blöð amerísku leppflokkanna verið
í áróðri sínum fyrir því að fá íslendinga til að sætta sig við öll
samningsrofin, lögbrotin og réttleysi alls, sem íslenzkt er, á
Keflavíkurflugvelli. Þannig hefur ameríska auðveldinu tekizt að
skapa sér nýlendu á Keflavíkurflugvellinum og amerísku lepp-
flokkunum tekizt að fá þjóðina enn sem komið er til þess að sætta
sig við þessa ósvinnu og yfirgang.
íslendingur er réttlaus. Hann er fangelsaður ef hann dirfist að
byggja þak yfir höfuð sitt eða steypa vegg um garð sinn, — án
þess að hafa leyfi valdsmanna. Hann er sektaður, ef hann veiðir
fisk og selur úr landi, án leyfis einokunarinnar. Hann er sektaður,
* Allar þessar staðhæfingar eru sannaðar í grein minni „ísland
og Ameríka" í 1. hefti Réttar 1947, bls. 108—112.