Réttur - 01.01.1951, Side 124
124
RÉTTUR
einokunarhöfðingjanna og amerísku auðdrottnanna á íslenzka
alþýðu. Leggja hinir fyrri til ólina í hann, því samvizkulipurð þarf
við til að þjóna íhaldi og Framsókn í einu, en skaftið sjá Amerík-
anar um, enda vantar aldrei að hnarreystur sé piltur, þá vestur
er komið.
Skal nú athugað örstutt um afstöðu einokunarhöfðingjanna,
sem erfa þá aðstöðu, er einokunarkaupmenn og „faktorar“ þeirra
svo og ýmsir danskir aðalsmenn höfðu áður, er þeir arðrændu
þjóðina í skjóli þess kúgunarvalds, yfirgangs og ofbeldis, sem
landsfólkið varð að þola. Allt arðrán er duldara nú en þá og valda-
kerfi arðræningjanna lævíslegra og hræsnisfyllra en fyrrum. En
því meiri þörf á að skilgreina hvorttveggja og varast.
Aðalklíkur þær, sem nú drottna innanlands yfir fjármála,- at-
vinnu- og verzlunarlífi vor íslendinga, eru raunverulega aðeins
tvær.
Önnur er Kveldúlfur h.f. og þau félög, sem nátengdust eru hon-
um. Aðalsambönd Kveldúlfs voru áður á Ítalíu (H. Bjarnason &
Marabotti) og Spáni (Hortel), nú ennfremur í Grikklandi (Pipin-
elli). Auk þess náið samband við Unileverhringinn brezka. Síðan
tengslin við ameríska auðvaldið gerðust íslenzkri auðmannastétt
dýrmætust urðu tengsl Kveldúlfs við amerískt auðvald hin nán-
ustu. Thor Thors hefur nú verið sendiherra íslands í Washington í
9 ár. Aðstaða Kveldúlfs í íslenzkum utanríkismálum er mjög sterk.
Innanlands ræður ættin útflutningsleyfunum, hefur einokunarað-
stöðu á öllum útflutningi íslendinga. Erlendis ræður hún þýðingar-
mestu utanríkisþjónustunni.
Hin valdaklíkan er stundum kölluð Coca-cola-klíkan. Það er
Björn Ólafsson og Vilhjálmur Þór og með þeim þeir fáu, útvöldu
heildsalar, sem mynda innsta hring einokunarinnar á innflutnings-
verzluninni. Þessir einokunarhöfðingjar koma sér saman um hvern-
ig þeir skipta gjaldeyrisleyfunum á milli sín. Fjárhagsráð og
nefndir þess eru lægsti vettvangur í þeim hrossakaupum, næsti
er ríkisstjórnin, venjulegast Eysteinn og Bjarni Ben., og náist ekki
samkomulag, þá semja Björn og Vilhjálmur, eða V. Þ. og Eggert
Kristjánsson, ef Birni er ekki fulltreyst af heildsalanna hálfu. Að