Réttur


Réttur - 01.01.1951, Síða 130

Réttur - 01.01.1951, Síða 130
130 RÉTTUR Árangur Marshall-„hjálparinnar“: Algert drottnunarvald Bandaríkjanna yfir fjármálum og atvinnumálum Islands. Skilyrðin sem Bandaríkin hafa sett íslandi fyrir Mars- hallhjálpinni eru í aðalatriðum þessi: 1. Verzlun sé rígbund- in við Bandaríkin og fylgiríki þeirra og ekki verzlað við sósíalistisku löndin nema innan þeirra takmarka, sem Bandaríkin leyfa. Þetta er ekki hægt að framkvæma ef verzlunin er frjáls, þessvegna verður að einoka bæði inn- flutnings- og útflutningsverzlunina. 2. Gengi íslenzku krónunnar skal lækka eins og Bandaríkin telja hæfilegt. 3. Allar verklegar framkvæmdir skal draga saman og Bandaríkjunum tryggt vald yfir því, hve mikið skuli lagt í fjárfestingu á Islandi. I stuttu máli: Island hefur orðið að afsala sér efnahagslegu sjálfstæði. ,,Hjálpin“ sem íslenzk alþýða hefur orðið aðnjótandi er því þessi: Almennt atvinnuleysi um land allt og mikil kaup- lækkun, af völdum skipulagðrar dýrtíðar. Síðan stjóm Stefáns Jóhanns tók við 1947 hefur kaupmáttur launanna minkað, sem svarar því að tímakaup Dagsbrúnarmanna hefði verið lækkað úr kr. 9.24 í kr. 6.61 miðað við gömlu vísitöluna, sem nú er komin upp í 516 stig og verðgildi krón- unnar fyrir gengislækkunina. Skilyrði Bandaríkjanna hafa að vísu aldrei verið neitt launungamál. Þau eru öll tekin fram í Marshallsamningn- um með orðalagi, sem ekki verður misskilið. Aldrei hafa þó afskipti Bandaríkjanna af íslenzkum efnahagsmálum orðið berari og viðurkennd jafn skýlaust frammi fyrir al- þjóð, eins og í sambandi við frumv. um byggingu smáíbúða, sem lagt var fram á síðasta Alþingi af fulltrúum allra flokka. Frumvarp þetta var þess efnis að leyft yrði að byggja lítil, hentug íbúðarhús án fjárfestingarleyfis. Það var samþykkt í neðri deild án allrar fyrirstöðu. Fjárhags- nefnd efri deildar lagði einróma til að það yrði samþykkt. En nú gerðust tíðindi, sem breyttu öllu viðhorfi til málsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.