Réttur - 01.01.1951, Page 131
RÉTTUR
131
*
1 sambandi við frumvarp þetta hafði verið borin fram til-
laga til þingsályktunar um afnám skömmtunar á bygg-
ingarefni og send fjárhagsráði til umsagnar. Ráðið svaraði
með löngu bréfi og mótmælti tillögunni og smáíbúðafrum-
varpinu með eftirtöldum „rökum“:
„ „Fjárhagsráði hefur skilist, að vegna tilrauna tii að
nota fé úr mótvirðissjóði verði að takmarka árlega fjár-
festingu við ákveðið hámark og að það sé fullkomlega skil-
yrði fyrir því að leyfi fáist til þess að nota mótvirðissjóð.
Ef farið væri eftir tillogu þessari myndi það gera ómögu-
legt að sýna FORRAÐAMÖNNUM MÓTVIRÐISSJÓÐS
fram á, hver fjárfestingin væri, þar sem takmarkanirnar
ná aðeins til hluta hennar.“
Samkvæmt lögum á Alþingi að ráðstafa mótvirðissjóði.
Nú er Alþingi alvarlega varað við að skipta sér af málum,
er „forráðamenn mótvirðissjóðs“ eiga einir að ráða. Hverj-
ir eru þessir forráðamemi ? Það eru forráðamenn Marshall-
stofnunarinnar í höfuðborg Bandaríkjanna. En samkvæmt
Marshallsamningnum má ekki ráðstafa mótvirðissjóði
nema með leyfi þeirra, Það eru auðdrottnar í annarri heims-
álfu, sem ráða því hvort íslenzkir alþýðumenn fá að byggja
hús yfir sig eða ekki.
Alþingi hlýddi. Frumvarpinu var vísað frá með rök-
studdri dagskrá, sem borin var fram af. meirihluta fjár-
hagsnefndar efri deildar, sömu mönnum, sem áður höfðu
einróma lagt til að það yrði samþykkt. Mun það vera eins-
dæmi í sögu Alþingis.
I
Vamarbarátta verkalýðssamtakanna. Þáttur Alþýðu-
sambandsins.
Eins og áður hefur verið frá skýrt samþykkti síðasta
Alþýðusambandsþing ályktun þess efnis, að það væri lág-
markskrafa samtakanna, að kaup yrði greitt með fullri
verðlagsuppbót mánaðarlega samkvæmt gildandi verðlags-