Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 1

Réttur - 01.07.1951, Page 1
RÉTTUR TlMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL 35. árgangur 3.—4. hefti 1951 Hernámið 7. maí 1951 (Afstaða Sósíalistaflokksins til hernámsins var mörkuð strax eftir innrás ameríska hersins og birtist hér á eftir, fyrst í ávarpi til íslendinga frá miðstjórn Sósíalistaflokks- ins, er birtist í Þjóðviljanum 8. maí, og síðan í ræðum Sigfúsar Sigurhjartarsonar og Brynjólfs Bjarnasonar, höldn- um á útifundi Sósíalistaflokksins í Reykjavík 16. maí). I. ÁVARP TIL ÍSLENDINGA frá miðsljórn Sósíalisfaflokksins 8. maí 1951 Ríkisstjórn íslands hefur með „samningi" við Bandaríki Norður-Ameríku kallað amerískan her inn í land vort og tryggt honum herstöðvar þær, er ameríska auðvaldið heimtaði af Islendingum 1. október 1945 til 99 ára og Is- lendingar4 neituðu þá um. Samningsgerð þessi er brot á lögum og stjórnarskrá ís- lenzka lýðveldisins. Samkvæmt lögum skal leggja öll mikil- væg utanríkismál fyrir utanríkismálanefnd. Samkvæmt stjómarskránni, 21. gr., þarf samþykkis Alþingis við til að leggja slíkar kvaðir á land og þjóð, sem í þessum samn- ingi felast. Samningur þessi er því hvorki löglega né sið- 10

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.