Réttur - 01.07.1951, Side 16
GUÐMUNDUR VIGFÚSSON:
Verkföllin í maí
— aðdragandi og árangur
Föstudaginn 18. maí s.l. hófst í Reykjavík og nokkrum bæjum
öðrum langsamlega víðtækasta verkfall, sem háð hefur verið á
íslandi. Að verkfallinu stóðu þessi verkalýðsfélög: Verkamanna-
félagið Dagsbrún, Félag járniðnaðarmanna, Verkakvennafélagið
Framsókn, Félag bifvélavirkja, Málarasveinafélag Reykjavíkur,
Múrarafélag Reykjavíkur, A.S.B., Félag íslenzkra rafvirkja, Félag
blikksmiða, Sveinafélag pípulagningamanna, Nót, félag netavinnu-
fólks, Sveinafélag skipasmiða, Starfsstúlknafélagið Sókn, Mjólkur-
fræðingafélag íslands, Sveinafélag húsgagnasmiða, Verkamanna-
félagið Hlíf, Hafnarfirði. — Ennfremur hófu þessi fél. verkfall
samtímis: Verkalýðsfélag Vestmannaeyja, Verkakvennafélagið
Snót, Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði og
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. — Auk þessara félaga
hófu svo fleiri félög vinnustöðvanir eða samúðarvinnustöðvanir
næstu daga. Meðal þeirra voru Verkalýðsfélag Akraness, Iðja,
félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Iðja, fél. verksmiðjufólks í
Hafnarfirði, Bakarasveinafélag íslands, Verkalýðs- og sjómanna-
félag Miðneshrepps, og Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði. Enn-
fremur hafði Prentmyndasmiðafélag íslands boðað samúðarvinnu-
stöðvun 23. maí. Til hennar kom þó ekki þar eð samið var fyrir
þann tíma.
Aldrei í sögu verkalýðsbaráttunnar á íslandi hefur jafn fjöl-
mennur hópur félaga lagt sameiginlega og samtímis til kaupgjalds-
baráttu. Mun láta nærri að nálega helmingur skipulagsbundins
verkalýðs innan Alþýðusambands íslands hafi tekið þátt í verk-
fallinu eða verið í nánum tengslum við það.