Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 34

Réttur - 01.07.1951, Page 34
178 RÉTTUR Enn einu sinni hefur verkalýðurinn verið minntur á það á áþreifanlegan hátt, að hin stéttarlega hagsmunabarátta er ekki einhlít. Skömmu eftir unninn sigur verkalýðsins í kaupgjaldsátök- unum lét ríkisstjórnin framleiðsluráð landbúnaðarins hækka stór- lega verð á landbúnaðarafurðum, þvert ofan í ótvíræð gild- andi lagaákvæði um þetta efni. Þannig hikaði ríkisstjórnin ekki við að brjóta lög til að koma fram hefndum á launþegum, strax eftir að þeim hafði tekizt að rétta hlut sinn að nokkru eftir lang- varandi og margendurtekna skerðingu á lífskjörum þeirra. Þessi hefndarráðstöfun ríkisvaldsins, ásamt áframhaldi dýrtíðar- skrúfunnar á öllum sviðum er alvarleg áminning til allrar alþýðu um að herða nú einnig baráttu sína á vettvangi stjórnmála og lög- gjafarstarfs. Við hlið hinna öflugu verkalýðssamtaka, og um leið og einingin innan þeirra er treyst og efld á allan hátt, þarf alþýðan einnig að skapa sína pólitísku einingu. Sundrung hennar í stjórn- mólabaráttunni er undirrót síendurtekinna árása ríkisvaldsins á lífskjörin. Það sem verkalýðsfélögin sækja í greipar auðvalds og atvinnurekenda, er aftur hirt úr vösum alþýðunnar eftir leið- um tollahækkana, verðhækkana og annarra fjandsamlegra ráð- stafana þess ríkisvalds, sem þjónar auðmannastéttinni. Sóknina á hendur þessu ríkisvaldi afturhalds og auðvalds verður alþýðan nú að hefja, með því að efla sinn eigin flokk, Sósíalistaflokkinn, meira en nokkru sinni áður. Það mikilvæga verkefni býður nú úrlausnar verkalýðs, millistétta og annarra framsækinna afla í þjóðfélagi okkar, sem vilja hverfa af braut marsjallstefnu og áframhaldandi kjaraskerðinga, en hefja í þess stað markvissa sókn fyrir því að tryggja þjóðinni blómlegt atvinnulíf, batnandi lífskjör og almenna hagsæld. Guðmundur Vigfússon.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.