Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 35

Réttur - 01.07.1951, Side 35
Sönn frásaga frá Kóreu eftir ÍRÍNU VOLK Litli drengurinn Kí Sek Pók haltraði með tárvotar kinnar heim í hrörlega kofann sem hann hafðist við í ásamt ömmu sinni blindri. Einn af lögregluþjónum Lí Seung Mans hafði barið hann grimmdarlega fyrir að vera að safna spýtum í eldinn. Gamla konan stóð í dyrunum, hana óraði fyrir einhverju misjöfnu. — Sjakallinn hefur alltaf illt í huga þegar hann læðist, sagði hún í hálfum hljóðum. Gamla fólkið segir: Ef þú getur ekki drepið sjakalinn, víktu úr vegi fyrir honum. — Ég get ekki drepið sjakal, svaraði Sek Pók grátandi, en ll En hefur vonandi drepið marga. Í1 En, eldri bróðir Kí Sek Póks, kom sjaldan heim í kof- ann, og aðeins á dimmum óveðursnóttum, þá hafði hann meðferðis annað hvort akurhænu eða nýjan fisk sem hann hafði veitt í ánni. Hann var klæddur segldúksjakka, sem hlífði honum fyrir regni, og hermannabyssa hékk í ól um öxl hans. Hann faðmaði að sér ömmu sína sem grét af gleði í hvert skipti sem hún sá hann. S,ðan lagðist hann í fletið hjá bróður sínum og sagði sögur af hinu hugrakka og dug-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.