Réttur - 01.07.1951, Page 37
RÉTTUR
181
blind. Um nóttina skar ll En niður lík föður síns og hélt
með það til f jalla.
Aldrei mundi Kí Sek Pók gleyma málmhljóðinu í rödd
ameríska liðsforingjans þegar hann hrópaði síðustu skip-
unarorðin við aftökuna og sveiflaði silfurhúna stafnum
sínum.
★
Dag nokkurn um sólaruppkomu fengu íbúar þorpsins
þær gleðifregnir að herflokkar Lí Seung Mans hefðu verið
reknar á flótta af hinum hraustu skæruliðum alþýð-
unnar. Þegar Kí Sek Pók heyrði þetta bað hann ömmu
sína að gefa sér rauðan silkiklút, skipti honum í tvennt
og bjó til tvo fána sem hann festi á bambusprik.
Þegar fyrsta deild skæruliðahersins kom þrammandi
eftir veginum klifraði Kí Sek Pók upp á þakið á kofanum
með sinn fánann í hvorri hendi og hrópaði í æöingi eins og
aðrir þorpsbúar kveðjuna: Mansjú múgan,* Kím II Sung.
Skömmu síðar kom Í1 En og var kosinn formaður bænda-
sambandsins. Hann hafði yfirumsjón með skiptingu stór-
jarðanna milli smábændanna og Kí Sek Pók var hamingju-
samur og stoltur yfir því hve mikils metinn bróðir hans var
og hversu vitur og réttlátur hann var.
Ég er sjónlaus, sagði gamla konan, en jafnvel blind kona
getur séð að hamingjan hefur haldið innreið sína í þetta
hús, í öll hús þessa þorps.
En amerísku heimsveldissinnarnir höfðu ákveðið að
koma í veg fyrir það, hvað sem kostaði, að kóreska þjóðin
fengi að lifa hamingjusömu og frjálsu lífi. Þeir skipuðu
Lí Seung Man að ráðast á Norður-Kóreu, og þegar þeir
voru þannig búnir að koma af stað blóðugri styrjöld sendu
þeir lofther og flota til Kóreu, settu fjölmennt lið á land
og tóku sjálfir að brytja niður friðsama íbúa þorpanna
svo blóðið rann í straumum um þau.
Kím Í1 Sung lifi í tíu þúsund ár!