Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 38

Réttur - 01.07.1951, Side 38
182 RÉTTTJR Amerísk refsiherdeild kom til þorpsins þar sem Kí Sek Pók átti heima. Allir íbúarnir voru aftur reknir saman fyrir framan gamla linditréð og hávaxinn liðsforingi orgaði. framan í skelkað fólkið: — Hverjir voru það sem f ögnuðu komu rauðliða. Svarið! Allir þögðu. Þá gekk fram fyrrverandi lögregluþjónn sem flúið hafði með hermönnum Lí Seung Mans, en hafði nú verið skipaður yfirvald þorpsins af Ameríkönum. Hann benti á ýmsa af þorpsbúum og hermennirnir gripu þá jafnskjótt og skutu. Kí Sek Pók stóð í miðjum hópnum og starði hatursfullu augnaráði á svikarann. Þegar nýja yfirvaldið sá þetta augnaráð glotti það djöfullega. Hann minntist þess að bróðir Kí Sek Póks hafði sett upp aðalbækistöðvar bænda- sambandsins í hans rúmgóða húsi og hafði látið taka eign- arnámi þreskivél hans og tíu uxa og þjóðnýta. — Bróðir þessa skítablesa var foringi allra kommúnista hér, sagði hann við liðs- foringjann og benti með stafnum sínum á Kí Sek Pók. — Og þessi strákur veifaði rauðum fánum til að fagna komu rauðlið- anna. Liðsforinginn leit þangað sem hann benti og sá litla föla andlitið inn í miðjum hópnum. Andartaki seinna stóð Kí Sek Pók fyrir framan Ameríkanann. Komdu hingað, gelti hann.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.