Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 44

Réttur - 01.07.1951, Page 44
188 RÉTTUR ske, að þýzki hergagnaiðnaðurinn vaeri byggður upp fyrir þetta fé, þar sem Versalasamningurinn bannaði Þýzkalandi að vígbúast. Það er eðlilegt að þannig væri spurðt. En því er til að svara, að þegar hagsmunir einokunarhringa kapítalismans eru annarsvegar hafa milliríkjasamningar löngum reynst lítils virði. Svo fór einnig í þessu tilfelli, sem nú skal rökstutt nánar. Eitt fyrsta skrefið til að fara í kring um ákvæði Versalasamn- ingsins hvað skrefið snerti var það að verksmiðjufyrirtæki Krupps í Essen sem verið höfðu stoð og stytta þýzku keisaranna á sviði hergagnaframleiðslu, stofnuðu einfaldlega útibú í ýmsum öðrum Evrópulöndum og héldu þar áfram framleiðslunni af fullum krafti. Þannig var eitt slíkt, sem fékk nafnið „Síderíus" stofnað í Hollandi, og náði það fljótt völdum í fleiri hollenzkum fyrir- tækjum innan járniðnaðarins. Enn fremur gekk Krupp í félag við sænsku vopnasmiðjurnar Bofors og fengu þær í hendur ýmis framleiðsluleyndarmál Krupps og þýzka yfirstjórn að verulegu leyti. Á Spáni gerðust þó enn stærri hlutir. Þar náði Krupp eignarhaldi á heilum hópi spænskra fyrirtækja til að halda vopnaframleiðslu sinni áfram þar, og gerði félagsskap við spánska hluthafa. Enn fremur gekk Krupp í samband við brezka vopnahringinn „Vickers og Armstrong", sem gerði samning við Krupp um ýms framleiðsluleyndarmál, en afhenti Krupp í staðinn geysimiklar stálverksmiðjur, er hringurinn átti í Mieres á Spáni. Þannig mætti ótrúlega lengi halda áfram að telja leiðirnar, sem smogið var eftir kring um ákvæði Versalasamninganna. Því þetta var aðeins byrjunin. T. d. má nefna enn einn stærsta drátt- inn, sem Krupp dró árið 1927 er hann náði samkomulagi við ameríska Morganhringinn „General Elektric". Þessir tveir auðhringar komu sér nú saman um að einoka heimsverzlunina á efni sem heitir Wolframcarbid og er nauðsyn- legt mjög við herzlu ýmissa málma og fleiri hluta innan hergagna- framleiðslunnar. Krupp átti uppfinninguna, er framleiðslan skyldi byggj ast á. Morgan fékk hana til afnota gegn árlegri hárri leigu

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.