Réttur - 01.07.1951, Page 50
Hvaða möguleika átt er við þarf ekki að skýra. Samningurinn
var sterkur hlekkur í þeirri keðju sem smám saman var verið
að smíða til að tengja saman fjárhagslega, pólitíska og hernaðar-
lega krafta hins kapítalistiska heims í krossferðinni til austurs,
eins og Churchill hafði sagt. Vegna þess að stjórnendur „lýðræð-
isríkjanna" trúðu ekki á framtíð sinnar eigin félagsmálaþróunar
í friðsamlegri samkeppni við sósíalismann í veröldinni.
Jósep Stalín komst aftur á móti svo að orði um þennan samning:
„Locarno felur í sér vísi til nýrrar styrjaldar í Evrópu.“
En fulltrúar einokunarauðmagnsins, hringanna og samsteypanna
voru ekki lengi að finna lyktina af nýjum gróðamöguleikum.
Strax 5. janúar 1926 skrifaði forstjóri brezka olíuhringsins Shell,
Sir Henry Deterding þessi spámannlegu orð í enska blaðið Morning
Post, en þá stóð einmitt sem hæst undirbúningur undir sam-
eiginlega árás á Sovétríkin, sem að vísu fór út um þúfur.
„Innan fárra mánaða mun Rússland hverfa aftur til menning-
arinnar . . . Kommúnisminn í Rússlandi mun vera úr sögunni áður
en þetta ár er liðið, og þegar svo er komið getur Rússland treyst
á lánstraust alls heimsins, og opnað landamæri sín fyrir öllum
sem vilja vinna. Peningar og lánstraust munu flæða inn í Rúss-
Iand og það sem enn þá er betra, vinnuafl."
Þeir voru ekki í miklum vafa um það olíukóngarnir, hvað fallið
hefði í þeirra hlut, ef þeir hefðu fengið að gleypa olíulindir Sovét-
ríkjanna. Þau hefðu orðið annað Iran. Ætli forstjórar annarra
hringa hafi ekki hugsað líkt. En til þess að þessar áætlanir gætu
komizt í framkvæmd varð fyrst að framkvæma hugmyndina um
að hengja sovétstjórnina, eins og Hoffmann komst að orði.
Þótt árásin færi út um þúfur í þetta sinn, var ekki hætt að gera
áætlanir um vopnaða árás á Ráðstjórnarríkin.
Víðtæk samtök voru mynduð sem hlutu nafnið „Torgprom“,
þar sem aðalaðilar voru fjármálahöfðingjar og landflótta aðals-
menn keisaraveldisins rússneska í samvinnu við leiðandi fjár-
málamenn kapítalismans á Vesturlöndum. Þessi félagsskapur
hafði aðalstöðvar í París, en tvennskonar aðalhlutverk. Ann-
að að skipuleggja fimmtu herdeild gagnbyltingar og skemmd-