Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 54

Réttur - 01.07.1951, Side 54
198 RÉTTUR skyldu með stöðugu herliði 550 þús. að tölu. Brezka stjórnin þagði og sendi John Simon og Anthony Eden til að semja um uppbyggingu þýzks flota. Hitler heimtaði 35% flotastyrk á við Breta og fékk því ráðið. Þannig mætti nefna hvert atriðið af öðru þangað til eftirgjöfin náði hámarki í hinni frægu för Neville Chamberlain til Berchtesgaden haustið 1938 þegar Tékkóslóvakíu var fórnað. Á þessum árum var William Dodd sendiherra Bandaríkjanna í Berlín. Hann var ákafur talsmaður andfasistísks bandalags milli Rússlands og Vesturveldanna. í Dagbók sinni 6. maí 1935 skrifar hann um bréf, er hann hafði fengið frá brezka sendiherranum í Berlín og segir þar svo: „Skoðun hans (þ.e. brezka sendiherrans) er sú, að Þjóða- bandalagið eigi að takmarkast við það að vera andnasistiskt banda- lag, er þá gæfi Þýzkalandi tækifæri til að fara sínar eigin leiðir í valdabaráttunni“. Hann lét fyllilega skilja að hann væri hlynnt- ur samstarfi lýðræðisríkjanna, til að hindra hverja tilraun, Þýzka- lands til að seilast í vesturátt og að beina þess í stað áhuga þess í austur. Þótt þetta leiði til styrjaldar milli Rússlands og Þýzka- lands veldur það honum engum áhyggjum. í raun og veru virðist hann álíta að það væri góð lausn á þeim vandamálum, sem Þýzka- landi voru bökuð með Versalasamningunum. Hann álítur takmark lýðræðisins eigi að vera það, að gefa Þýzkalandi og Japan meiri áhrif á gang heimsmálanna, sem þau samkvæmt bæði erfðavenjum og styrkleika hafi rétt til. Hann vonar að þetta muni takast án þess að hrezka heimsveldið saki“. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum, en nægir til að sýna hina raunverulegu stefnu brezku stjórnarinnar á þessum tíma. Þá stefnu, að reyna síður en svo að hindra það að styrjöld brytist út, heldur aðeins að tryggja það að hún beindist gegn Sovétríkj- unum einum. Slík skjöl sem þessi eru órækustu sannanirnar um það, hve miklu hin borgaralega blaða og áróðurstækni hefur logið að al- menningi um raunverulegan gang þessara mála. Og sjaldan hefur meiri blekkingum verið beitt en í sambandi við griðasamning

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.