Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 64

Réttur - 01.07.1951, Page 64
5VERRIR KRISTJÁNSSON: Molar úr ritum Baldvins Einarssonar Hinn 1. ágúst síðastliðinn voru 150 ár liðin frá fæðingu Baldvins Einarssonar. Hann var fyrsti stjórnmálarithöfundur íslendinga á 19. öld og varð fyrstur manna til að vekja pólitíska vitund þjóð- arinnar. Baldvin átti bréfaskipti við Bjarna amtmann Thorsteins- son og leitaðist við að vinna hann til fylgis við stefnu sína um sérstakt ráðgefandi þing á ísiandi. Amtmaðurinn reyndist þó ekki Baldvin fylgispakur þegar út í stjórnmálin var komið og í þing- málinu greindi þá mikið á. En bréf Baldvins til Bjarna amtmanns varpa að mörgu leyti enn skýrara ljósi á stjórnmálaskoðanir hans en rit hans gera. Bjarni Thorsteinson óttaðist þrætugirni og flokka- drætti ef slakað yrði á hinu konunglega einveldi, svo sem margir kulvísir embættismenn, sem aldir voru upp í ofnhita skrifstofu- ræðisins. En í þeim efnum var Baldvin annarrar aldar barn: „Sýnið mér það land, er hefur haft frístjórn, eða hvar fólkið hefur tekið þátt í opinberum málum, að þrætur, geðshræringar og flokkadrættir hafi ekki látið sig í ljós. Mér er ekki svo illa við geðshræringarnar sem mörgum öðrum, þær eru fyrst og fremst merki um innri styrk.“ Svo virðist sem hinn skagfirzki bóndasonur hafi eitthvað þefað af tízkustefnu samtíðar sinnar í heimspeki, hinni díalektísku hug- speki. Hann kennir amtmanninum stafrof díalektískrar þróunar- kenningar á þessa leið: „Oslitin eining í þessu lífi er ómöguleg, því skaparinn hefur ætlazt svo til að það góða skyldi framkvæm- ast við sífeldan conflict eins í andlega og borgaralega lífinu eins og í náttúruríkinu“. Hann greinir á milli þriggja meginstefna í stjórnmálum: byltingarstefnu, endurreisnarstefnu og endurbóta-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.