Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 66

Réttur - 01.07.1951, Side 66
210 RÉTTUR þangað sem nokkuð er að eta og drekka, hvar sem það er, hjálpið ykkur sjálfir. Náttúrunnar lög réttlæta það!“ Þeir funáu vagn á einu stræti fullan með brauð, og var hann tæmdur á augabragði. Þeir fóru inn til brauðgjörðarmanna, og heimtuðu brauð, hripsaði það hvör af öðrum, sem hann náði. Sumir báðu beininga fyrir hvörs manns dyrum. Fór þessu fram til þess vef- smidju-egendurnir lofuðu, að borga sama kaup sem verið hafdi. Við það sefadist óróinn, og hefir eigi brytt á honum síðan; en það þykir mönnum tvísýnt, hvört egendurnir muni geta ent lof- orð sín til lengdar. Margir vefsmidju-egendur hafa gert uppboð á búi sínu, og gengið snauðir frá. Þetta voru að sönnu óttaligar óspektir, en neyðin rak eftir, og réttlætti þær að nokkru leiti. Líkt er því varið með utanlandsverzlan Enskra. Hún er að sönnu mikil enn, og meiri en allra annarra þjóða, en bæði megin- landsbúar, og líka Ameríkumenn, keppast nú við Enska, og draga æ meiri og meiri hluta verzlunarinnar til sín; þykir þeim það tilhlýdilegra og betra, sem von er, að flytja vörur sínar sjálfir milli landa, enn þiggja það af Enskum, og fæða þá og launa í staðinn. Við þetta rénar kaupverzlan Enskra, enda komast margir kaupmenn að þrotum, og mega fá skuldheimtumönnum allt sitt, en ganga snauðir frá öllu saman.“-- Heldur hafa Austurindíabúar verið Enskum þungir í skauti á þessu ári. Enskir settu niður mála stríðsmanna þeirra er þeir halda þar, urðu þeir því gramir mjög, en ekkert hefir þó ískorizt síðan. Tala þeirra, sem eru indískir í aðra ætt en enskir í hina, er nú orðin ærið stór. Vilja þeir nú allir fá jafnan rétt við Enska, því að eigi hafa þeir haft það hingað til. Mun Enskum þykja það ísjárvert vegna hagsmuna sinna, en þó munu þeir mega láta það eftir þeim, ef þeir vilja að vel fari. Menn óttast fyrir því að Austur- indíabúarnir muni fylgja dæmum Norðurameríkumanna, og brjót- ast undan veldi Enskra með tímanum, ef Enskir eigi hliðra til við þá í öllu, en það væri Enskum hinn mesti skaði, ]*ví Austur- indíur eru nú helzti máttarstólpinn undir veldi þeirra. Að sönnu efna þeir sér nú uppí nýlendur í nýju heimsálfunni (nýja Hollandi) einkum við Svanafljótið, en það verður langt þangaðtil, að þær

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.