Réttur


Réttur - 01.07.1951, Qupperneq 69

Réttur - 01.07.1951, Qupperneq 69
RÉTTUR 213 Kyrrðin, sem ríkti sex mánuði eftir fall Póllands og villti heimildir á styrjöldinni, var skyndilega rofin með þrumugný. Ekki barst hann úr þeirri átt, sem óveðursskýin sýndust myrkust, heldur úr norðurjaðri þeirra. Eldingu Hitlers laust niður í tveim friðsömum löndum, Danmörku og Noregi. Að morgni hins 9. apríl fluttu dagblöðin þær fregnir, að brezk og frönsk herskip hefðu ruðzt inn í norska landhelgi og lagt þar tundurdufl í því augnamiði að loka siglingaleiðinni til Þýzkalands meðfram ströndum Noregs. Umsagnir blaðanna lýstu velþóknun sinni á frumkvæði bandamanna og héldu á loft ýmsum röksemd- um til réttlætingar þessu broti á hlutleysi Noregs. Fréttir blaðanna urðu þó úreltar þennan sama morgun. Útvarpið tilkynnti þær fréttir, er ólíkt meiri tíðindum þóttu sæta, að þýzkar hersveitir væru í þann veginn að ganga á land á allmörgum stöðum á strönd Noregs og hefðu ennfremur ráðizt inn í Danmörku. Þessi leikur Þjóðverja á taflborði styrjaldarinnar bauð óskorð- uðum yfirráðum Bretlands á hafinu byrginn og sú ofdirfska villti leiðtogum bandamanna sýn. Þegar Chamberlain tók til máls í Neðri málstofu brezka þingsins, sagðist honum svo frá, að Þjóð- verjar hefðu gengið á land í Bergen og Niðarósi á vesturströnd Noregs og einnig á suðurströndinni, en bætti síðan við: „Komizt hafa á kreik flugufregnir um svipaða landgöngu í Narvík, en ég dreg sannleiksgildi þeirra mjög í efa.“ Brezku stjórnarvöldunum þótti harla ósennilegt, að Hitler áræddi að stofna til landgöngu svo norðarlega, einkum þar sem hann vissi, að stórar brezkar flota- deildir væru á þeim slóðum til að vernda tundurduflalögnina og fyrirhugaðar hernaðaraðgerðir. Að þeirra áliti hlaut Narvík að vera misritun fyrir Larvík á suðurströndinni. Áður en dagurinn leið að kvöldi, varð þó augljóst, að Þjóðverjar höfðu hernumið Osló og alla mikilvægustu hafnarbæina, Narvík meðtalda. Þessar árásir þeirra af sjó áttu sér stað samtímis, og heppnuðust allar þeirra. Þótt brezka stjórnin vaknaði fljótlega af tálvonum sínum við vondan draum, ól hún brátt með sér aðrar nýjar. Churchill, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.