Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 75

Réttur - 01.07.1951, Side 75
RÉTTUR 219 til hjálpar Finnum,“ er síðan ætti að „dulbúa sem sjálfboðaliða," í því skyni að draga úr hættunni á styrjöld við Rússland. Deilur hófust undir eins um leið þeirra á áfangastað. Forsætisráðherra Breta lagði áherzlu á örðugleikana á að efna til landgöngu í Petsamó og kostina við að stíga á land í Narvík, — einkum þá að geta hernumið járnnámurnar við Gallivare. Það átti að verða höfuðtilgangur herfararinnar, og aðeins hluti liðsins skyldi halda áfram för sinni til finnsku vígstöðvanna. Brezku sjónarmiðin urðu ofan á, og afráðið var að herinn leggði upp snemma í marz. Örlagaþrungnir atburðir áttu sér stað 16. febrúar. Þýzka skipinu Altmark á leið frá Suður-Atlanshafi með brezka herfanga um borð var veitt eftirför af brezkum tundurspilli og leitaði hælis í norskum firði. Churchill sendi skipherranum á H.M.S. Cossack afdráttarlausa skipun um að halda inn í norska landhelgi og ráðast til uppgöngu á Altmark og leysa fangana úr haldi. Tveir norskir fallbyssubátar komu á vettvang, en létu undan síga fyrir ofureflinu, og mótmælum norsku stjórnarinnar vegna þessa brots á landhelgi Noregs var vísað á bug. Hitler leit aftur á móti svo á, að mótmælin hefðu einvörðungu verið borin fram til málamynda í því augnamiði að blekkja hann, og hann var sannfærður um, að norska stjórnin hefði verið í ráðum með Englendingum. Sú sannfæring hans studdist við að- gerðarleysi fallbyssubátanna og skýrslu frá Quisling þess efnis, að aðför Cossacs hefði verið, „ákveðin fyrirfram“. Að sögn þýzku aðmírálanna réðu Altmark-atburðirnir úrslitum um ákvörðun árásarinnar á Noreg. Þeir urðu til þess, að Hitler skipti um skoðun og ákvað að láta til skarar skríða í Noregi. Þeir voru neistarnir, sem kveiktu í púðurtunnunni. Hitler taldi sig ekki geta beðið þess, að Quisling hefðist handa um framkvæmd áætlana sinna, einkum þar sem athugunarmenn Þjóðverja í Noregi skýrðu svo frá, að flokkur Quislings ætti litlu fylgi að fagna, en skýrslur frá Englandi hermdu, að unnið væri að undirbúningi herferðar til Noregs og samdráttur liðs og skipa- stóls hafinn.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.