Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 77

Réttur - 01.07.1951, Side 77
RÉTTUR 221 innar var tekið með miklum efasemdum í Lundúnum, og Cham- berlain vonaðist jafnvel til að norsku og sænsku ríkisstjórn- irnar féllust á hersetu bandamanna. Á fundi í stríðsráðuneytinu 8. marz bar Churchill fram þá tillögu að senda stórar flotadeildir á vettvang úti fyrir Narvík og setja liðssveitirnar á- land samkvæmt því sjónarmiði, að „sýna ætti mátt sinn, svo að ekki yrði neyðzt til að beita honum“. Á nýjum fundi 12. marz afréð ráðuneytið „að taka upp aftur áætlunina" að landgöngu í Niðarósi, Stavangri og Bergen auk Narvíkur. Her- liðið, sem gengi á land í Narvík, skyldi sækja hratt upp í land og fara yfir sænsku landamærin og hernema námana í Gállivare. Allt var til reiðu 20. marz að hefjast handa um framkvæmd áætl- ananna. Meðan þessu fór fram urðu áætlanirnar úreltar vegna hernað- arlegs hruns Finna, og uppgjafar þeirra fyrir Rússum 13. marz og frambærilegustu átyllu innrásarinnar var kippt undan fótum bandamanna. Fyrsta afleiðing þessa áfalls var, að tvö þeirra her- fylkja, sem taka áttu þátt í herförinni til Noregs voru send til Frakklands, en að staðaldri var samt í því augnamiði hafður til reiðu nokkur her, um það bil eitt herfylki. Önnur afleiðing þess var fall Daladiers. Hann var leystur af hólmi af Paul Reynaud, sem barst til valda á öldu krafnanna um ásæknari rekstur styrj- aldarinnar og hraðari aðgerða. Reynaud hélt til Lundúna á fund æðsta stríðsráðsins 28. marz, staðráðin að fá því framgengt að ráðizt yrði tafarlaust í framkvæmd áætlananna að landgöngu í Noregi, eins og Churchill hafði krafizt jafn-lengi og raun ber vitni. Fortalna var þó ekki lengur þörf. Eins og Churchill segir frá „hvatti Chamberlain nú eindregið til þess, að gripið yrði til djarf- legra aðgerða". Eins og vorið 1939 gekk hann ótrauður fram, þegar hann hafði að síðustu tekið af skarið. Við setningu fundar ráðsins, mælti hann ekki einvörðungu með því að hefjast handa í Noregi, heldur studdi ennfremur þá áætlun, er Churchill hafði manna mest dálæti á, að „varpa látlaust úr flugvélum tundur- duflum í Rín og aðrar þýzkar ár.“ Reynaud hafði ýmislegt við síðari fyrirætlunina að athuga og kvað hana verða að hljóta sam-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.