Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 80

Réttur - 01.07.1951, Side 80
224 RÉTTUR hvor hertekinn af einni hersveit fallhlífarmanna. Það var í fyrsta sinn sem þeim var beitt í styrjöld, og reynaist að þeim mikill styrkur. Það, sem úrslitum réð, var þó flugherinn. Flugflotinn, sem tók þátt í árásinni, taldi átta hundruð herflugvélar og tvö hundruð og fimmtíu flutningavélar. í öndverðu skutu þær Norð- mönnum skelk í bringu, en síðan lömuðu þær gagnráðstafanir bandamanna. Hvernig mátti það verða, að brezki flotinn komst ekki í tæri við og sökkti hinum miklu fáliðaðri flotadeildum, sem fluttu landgönguliðið á vettvang. Víðátta hafsvæðisins, er gæta þurfti, staðhættir við strendur Noregs og mistur lögðust á eitt með að gera brezka flotanum erfitt um vik. Annað átti líka hlut að máli, en það voru tormerki, sem forðast hefði mátt. Gamelin hripaði upp í dagbók sína, að hann hafi 2. apríl kvatt brezka herforingja- ráðið til að flýta brottsiglingum herleiðangursins til Noregs, en fengið þessi svör: „Meðal vor er flotamálaráðuneytið almáttugt, og því fellur vel að ganga að öllu eftir settum reglum.“ Það var sannfært um, að það gæti hindrað „landgöngu Þjóðverja á vesturströnd Noregs.“ Dramb er falli næst. Að kvöldi 7. apríl kom brezk flugvél auga á „öfluga þýzka flota- deild á norðurleið á hraðri ferð“ þvert yfir Skagerak í átt til stranda Noregs. Churchill segist svo frá: „í flotamálaráðuneytinu áttum við erfitt með að leggja trúnað á, að flotadeild þessi stefndi til Narvíkur þrátt fyrir þá orðsendingu frá Kaupmannahöfn, að Hitler hyggist taka þá höfn.“ Brezki flotinn lét undir eins úr flotalaginu Scapa-flow, en bæði flotamálaráðuneytið og aðmíráll- inn um borð virðast ekki hafa haft hug á öðru en að komast í skot- mál við þýzku beitiskipin. I þeirri ákefð sinni að þröngva þeim til orustu, sást þeim yfir, að óvinirnir stefndu til lands, og urðu því af færinu að ná á sitt vald minni háttar herskipum óvinanna með herinn innanborðs. í Bretlandi var landgönguliðið gengið á skipsfjöl og albúið brott- siglingu. Hvernig vildi það þá til, að þeir urðu svo seinir til land- göngu og fengu ekki stökkt þýzka hernum úr landi, áður en hann byggist um í norskum höfnum. Helzta ástæða þess er tengd svar-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.