Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 81

Réttur - 01.07.1951, Side 81
RÉTTUR 225 inu við fyrri spurningunni. Þegar flotamálaráðuneytinu barst sú njósn, að sést hefði til beitiskipanna fékk flotadeildin í Rosyth skipun um „að láta hermennina ganga aftur á land, þó helzt ekki án vígbúnaðar síns, og halda til flotans á hafi úti.“ Hliðstæðar skipanir voru sendar til herskipanna í Clyde-ósi, sem einnig höfðu herlið innanborðs. Hversvegna veittu Norðmenn ekki öflugra viðnám, þar eð árás- arliðið reyndist svo fáliðað. Fyrst og fremst sökum þess, að land- varnarliði þeirra hafði ekki verið boðið út. Þrátt .fyrir aðvaranir frá sendiherra þeirra í Berlín og frá herforingjaráði sínu, var her- kvaðningin fyrst send út aðfaranótt 9. apríl, fáum stundum fyrir landgönguna. Það var um seinan. Við hinar snörpu atlögur árásar- liðsins fór herútboðið í handaskolum. Auk þess beindist athygli norsku stjórnarinnar, eins og Churchill hefur orð á, „fyrst og fremst að athöfnum Breta“. Það er hörmu- leg kaldhæðni örlaganna, að lögn tundurduflanna skyldi draga að sér, en frá öðru, athygli Norðmanna þennan örlagaþrungna sól- arhring, áður en Þjóðverjar gengu á land. Landráð lögðu líka sitt af mörkum á ýmsum mikilvægum stöðum til þess að torvelda landvarnirnar. Hvað snertir getu Norðmanna til að rétta hlut sinn eftir fyrsta áfallið og búast til mótspyrnu síðar, þá háði þeim skortur þeirra á stríðsreynslu, friðsemd þeirra og úrelt herskipan. Þeir voru á engan hátt færir þess að bjóða leifturstríði samtíðarinnar byrgin, jafnvel ekki í eins litlum mæli og þeir urðu fyrir barðinu á. Þróttleysi mótspyrnunnar orkaði ekki lengur tvímælis, er árás- arherirnir þeystu gegn um djúpa dali og hernámu gervallt landið. Ef mótspyrnan hefði reynzt öflugri, hefði leysingin, sem torveld- aði alla þungaflutninga verið talsverð torfæra á sóknarleið Þjóð- verja. Furðulegust þessara skyndiárása var árásin á Narvík, þar eð sú norðlæga höfn liggur nær tvö þúsund kílómetra frá þýzku flotahöfnunum. Tveir norskir strandvarnabátar gengu djarflega fram gegn þýzku tundurspillunum, sem árásina gerðu, en varð fljótlega sökkt. Strandvirkin gerðu enga teljandi tilraun til mót- 15

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.