Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 90

Réttur - 01.07.1951, Side 90
234 RÉTTUR um, ef Islendingum væri leyft að framleiða gjaldeyri og gjaldeyrisvörur með því að hagnýta framleiðslutæki sín og vinnuafl, væri ekkert atvinnuleysi á Islandi. 8. þing Sósíalistaflokksins var háð í Reykjavík dagana 9.—11. nóvember. Á dag- skrá þingsins voru eftirfarandi mál: 1. Skýrsla miðstjóijn- arinnar og höfuðverkefni flokksins: Barátta þjóðarinnar gegn hernáminu og árásum á lífskjör og sjálfstæði hennar. 2. Eining verkalýðshreyfingarinnar í stéttabaráttunni. 3. Þjóðviljinn. 4. Flokksstarfið. Um öll þessi mál og fjölmörg önnur voru gerðar hinar merkustu samþyktir. Þingið samþykkti ávarp til þjóðarinnar og fer það hér á eftir: íslendingar; verkamenn, sjómenn, bændur, mennta- menn; þið allir, sem eigið líf ykkar og framtíð undir starfi ykkar sjálfra og almenn- ingsheill; þið allir, sem viljið halda áfram að vera lslendingar óg byggja þetta land einir og frjálsir: til ykkar snýr Sósíalistaflokkurinn sér í þessu ávarpi. UM FIMM ára skeið hefur lífskjörum ykkar verið stefnt til hrörnunar :i kauplækkana, eignarýrnunar, vaxandi dýrtíð- ar og aukins atvinnuleysis. Ótti og öryggisleysi varpa að nýju skuggum sínum yfir heimili ykkar- Æ fleiri fjöl- skyldur búa við hina sárustu fátækt, jafnvel daglegan skort. Húsnæðiseklan hvílir eins og mara á alþýðufólki bæjanna. Af tekjumissi verkalýðsins leiðir síþverrandi kaupgetu, sem svo aftur bitnar á millistéttunum í mynd víðtækra framleiðslustöðvana og stefnir efnahag þeirra til hruns. En öll er þessi kjaraskerðing verkalýðs- og milli-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.