Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 6
114
NÁTTÚRUFRÆÐIN G U RIN N
Sameinuðu þjóðanna, og stariaði næstu 5—6 árin á hennar vegum
sem deildarstjóri (chief biologist) á „Instituto de Investigacion de
les Recursos Marinos" í Perú. Jafnframt vann hann að áætlanagerð
fyrir samtökin um fiskirannsóknir í öðrum Suður-Ameríkulöndum
og ferðaðist í því sambandi sem fulltrúi F. A. O. til Argentínu og
Chile. Um áramótin 1965—1966 fluttist dr. Hermann til Róma-
borgar, ferðaðist á vegum F. A. O. um nálæg Miðjarðarliafsliind
og undirbjó áætlun um haf- og fiskirannsóknir i Adenflóa. Til
Aden fluttist hann svo í júníbyrjun 1966 til að veita forstöðu liinni
nýju hafrannsóknastofnun jrar í borg.
Hermann Einarsson tók þátt í og stjórnaði fjölmörgum haf-
rannsóknaleiðöngrum. Öðlaðist hann mikla reynslu á því sviði.
Fyrstu rannsóknaferðirnar fór hann á stúdentsárunum til hafsvæð-
anna umhverfis Færeyjar og íslands. Var það á danska rannsókna-
skipinu „Dana,“ sem verið hefur mörgum fiskifræðingum góður
skóli. Eftir heimkomuna til íslands tóku við leiðangrar á íslenzkum
skipum. Fyrstu árin varð hann að búa við mjög ófullkomin vinnu-
skilyrði á leigubátum, en tókst þó að safna ótrúlega miklum efnivið.
Segja má, að rannsóknaferðir Hermanns á árunum 1947 og 1948
Iiafi verið upphaf skipulegra sjó- og svifrannsókna hér við land.
Sumarið 1954 stjórnaði liann leitarleiðangri togarans „Jóns
Þorlákssonar,” er karfamiðin við Austur-Grænland (Jónsmið) voru
fyrst uppgötvuð. Undir forystu Flermanns hófst skipuleg síldarleit
á varðskipinu „Ægi“ sumarið 1955. Jafnframt lagði hann grundvöll
að þeim aðferðum við átu- og síldarrannsóknir á sjó, sem starfs-
bræður hans hér hafa síðan notað. Hermann stjórnaði síldarleit
á svæðunum norðan og austan íslands í fjögur ár og vann þar
ómetanlegt starf fyrir íslenzkan sjávarútveg. Árið 1957 stjórnaði
hann leiðöngrum rannsóknaskipsins „Arrar“ í Svartahafi og Mar-
marahafi, og á árunum 1960—1964 var hann á rannsóknaskipinu
„Bondy“ við athuganir á Perústraumnum og dýralífi undan vestur-
strönd Suður-Ameríku.
Hermann Einarsson var óvenju afkastamikill vísindamaður og
liggur eftir hann mikill fjöldi stórmerkra fræðirita. Hann var
liamhleypa við vísindastörf og átti það til að vinna langt fram á
nætur, ef viðíangsefnið heillaði hann. Hann kunni framúrskarandi
vel til verka við samningu vísindalegra ritgerða. Bar þar margt til:
Djúpstæð þekking, leiftrandi gáfur, þjálfun og vísindaleg forvitni.