Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 20
m
NÁTT 0 RUF RÆÐINGURINN
Sigurður á Barkarstöðum varð ásamt heimafólki sínu fyrstur
rnanna var þessa hlaups. Skal nú um sinn íylgt hans frásögn,
skriflegri og munnlegri.
Sunnudaginn 15. janúar kl. 14,15 sá Sigurður heiman frá bæ
sínum, að vatnsflóð kom æðandi út með Þórólfsfelli í li. u. b. 4 km
fjarlægð austur frá bænum. Öllu lengra sást ekki upp eftir Markar-
fljótsaurunum vegna dimmviðris. Frá rótum Þórólfsfells liggur
780 m langur varnargarður suðvestur á aurana. Hann var gerður
1946 til að bægja Markarfljóti frá farvegi Þverár út með Fljótshlíð,
en þá leið hafði mikill hluti þess þá runnið um áratugi. Fleiri slíkir
varnargarðar eru neðar á aurunum, allir til að beina vatni lrá
Þverá og öðrum affallskvíslum Markarfljóts í Fljótið sjálft (1. mynd).
Hlaupið beljaði yfir garðinn undir Þórólfsfelli á 400—500 m löngum
kafla. Var frambrún þess þegar komin yfir hann, er Sigurður sá
fyrst til þess. Það braut tvö skörð h. u. b. niður í rniðjan garðinn,
annað 13 m hitt 9 m breitt. Vatnið, sem komst yfir garðinn, skall
síðan á hinum neðri varnargörðum hverjum af öðrum. Þeir héldu
allir, og rann hvergi yfir þá, svo að ekkert hlaupvatn kom í farveg
Þverár fyrir neðan Háamúla.
Ætla má, að það hafi aðeins verið lítill hluti hlaupvatnsins, sem
komst yfir Þórólfsfellsgarðinn, og mikill meiri hluti þess hafi sveigt
suður með garðinum og dýpstu álar þess fylgt farvegi Markarfljóts,
eins og hann lá bæði fyrir og eftir hlaupið, í mörgum kvíslum
um sunnanverða aurana. Þar flæddi hlaupið yfir allar eyrar á
2—3 km breiðu belti út með Langanesi. Báðar kvíslar hlaupsins
komu saman aftur skammt fyrir ofan Markarfljótsbrú.
Sigurður á Barkarstöðum gizkar á, að hlaupið hafi runnið yfir
Þórólfsfellsgarðinn, eða skörðin í hann, í 10—15 mínútur, og kunni
það þó að hafa verið skemur. En telja má, að þá væri hlaupið
farið hjá og Markarfljót komið í samt lag, er það hætti að ná upp
í skörðin.
Um verksummerki jakaburðar í hlaupinu skrifar Sigurður: „Utan
við Þórólfsfellsgarðinn var feikimikil jakahrönn, bæði jöknl 1 og
lagnaðarís, sem hefur sópazt með flóðinu af svæðinu frá Merkurrana
fram að garði, en á því svæði eru mikil ísalög.“ Stærsti jakinn,
sem lá framan við Þórólfsfellsgarðinn eftir hlaupið, var nær kistulaga
og mældist þeim feðgum Daða og Sigurði á Barkarstöðum 4 m lang-
ur, 3 m breiður og 1,5 m hár.