Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 32
140 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN gróðurfélagi mikið af grasvíði, geldingahnappi, vetrarhlómi og öðr- um steinbrjótum, og væntanlega eru þar margar lieiri tegundir. Kubbabergið í þessum heillegu spildum sver sig í ætt við efsta berglag Innstahauss. Enn fremur sýnir veðrunargerð melsins og staða visnaðra blómstöngla frá fyrra sumri, yfirleitt hornrétt upp úr sverðinum, að yfirborð spildnanna var flatt eða hallalítið fyrir hrun- ið. En þá eins og nú var öll austurhlíð Innstahauss snarbrött, og mun þar hvergi hafa verið gróin tó. Af þessum sökum er einsætt, að hrunstykkin með melagróðri á einni lrlið eru úr sjálfum fjalls- kollinum, enda er sams konar gróður þar uppi, ekki sízt tæpast á brotbrúninni. Ekki hefur þessum gróðri orðið verulega meint við byltuna, um 170 m fall. Um hvítasunnu þetta kalda vor skartaði vetrarblómið fegurstu krónum sínum þarna á urðinni engu síður en annars staðar. Brotsárið í Innstahaus og urðarbingurinn við rætur þess vitna um náttúruhamfarir af því tagi, sem nefndar hafa verið framhlaup, bergskriður eða bergskrið (á ensku rockslides) o. fl. nöfnum og eru hin allra stórkostlegasta tegund skriðuhlaupa: Stór spilda úr liörðu bergi brotnar úr fjallshlíð og skríður Iram í snöggu hlaupi. Brotsárið eða skriðflöturinn er oftast hvelfdur flötur, þverbrattur elst, en með minnkandi halla eftir því sem neðar dregur, og myndar enn fremur skál inn í hlíð eða brún fjallsins. Spildan skríður oft langt, jafnvel nokkra kílómetra, út á jafnlendi við fjallsræturnar og stundum nokk- uð upp á móti lialla. Þar hrúgast hún upp, sundurtætt í úl'na ttrðar- hóla. í hinu mikla og merka riti sínu „Skriðuföll og snjóflóð“ lýsir Ólafur Jónsson á Akureyri (1957) verksummerkjum eftir meira en 60 framltlaup, sem orðið hafa ltér á landi eftir ísöld, en að sjálfsögðu eru þar ekki nærri öll kurl komin til grafar. Fyrirbærið má heita algengt í blágrýtishéruðum landsins, en er mjög sjakUæft utan þeirra. Framlrlaupsurðirnar eru ævinlega mjög mishæðóttar, op þær sem eitthvað heita, bera langflestar nöfn sem enda á -hólar eða -hraun. Meðal stærstu og kunnustu framhlaupa eru Vatnsdalshólar hólarnir sem „hálfan dalinn fylla“ hjá Hrauni í Öxnadal og Hóla- hólar í Eyjafirði. Yfirleitt eru framhlaupin ltér á landi með miklum ellimerkjum og munu langflest vera frá ísaldarlokum og fyrstu árþúsundunum þar á eftir. En frá því er land byggðist og allt fram að hinu nýafstaðna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.