Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
151
dögum e£tir hlaup, lítt eydda a£ leysingu. Að gerð var hún lík hrönn-
inni nndir Skaratungnahaus nema jakarnir miklu smærri — varla
nokkur ylir metra í þvermál — og ávalari, og auk þess var nokkurt
grjót innan um jakána (12. mynd).
Næsti kafli hlaupfarsins er Steinsholtsdalur og stefnir litlu norð-
ar en vestur. í norðurhlíð hans (sem heitir raunar Suðurhlíðar eða
Suðurhlíðabrún) eru hlaupmörkin glögg enn um sinn, í líki hrann-
arrákar, sem nú tekur að verða slitrótt og á köflum aðeins stakir
jakar.
Á nokkur hundruð metra löngum kafla á móts við og neðan t ið
Steinsholtslón hefur hlaupið skollið upp yfir Suðurhlíðabrún og
kvísl úr því bel jað norður yfir fjallið og fossað niður á Krossáraura.
Dalhliðin, sem þarna skall yfir, er brött brekka, allt að 75 m há yfir
núverandi vatnsflöt Steinsholtslóns. Á brún hennar tekur þegar að
halla norður al'. Átta dögum eftir hlaup lágu þar eftir nokkrir jakar
úr jökulís allir smáir, enda bráðnaðir upp viku síðar. Farvegur
þessarar hlaupkvíslar var víða ataður leðju, sem myndaði þunna
húð á steinum, gróðri og fönnum, en auk þess sáust, einkum á sjálfri
hábrúninni, merki jaess, að örþunnt lag hafði skafizt eða skolazt ofan
af melum og jafnvel grassverði. hetta fyrirbæri, sem ég mun fram-
vegis kalla afrif, stafar eflaust af því, að þykkur klaki var í jörðu.
þegar hlaupið skall yfir, og aðeins bláyfirborðið, vart meira en 1—2
cm, hafði þiðnað í hlákunni. Afrifið náði aðeins til J:>essa lags.
Þegar utar kemur í Steinsholtsdal, tekur fyrir alla jakahrönn á
hlaupmörkunum, svo að Jrati verða miður glögg. Norðurbrekka
dalsins er öll brött, og l'áir jakar lágu Jrar eflir. En afrif var þar mik-
ið, og gætir Jress allt upp í 50 m hæð frá brekkurótum í miðjum
dalnum, en lægra er utar dregur og aðeins upp í 15—20 m í dal-
mynninu. Um Jaetta bil eða litlu hærra hljóta hlaupmörkin að
bggja.
I þessari brekku er talsverður gróður, gras, lyng og smárunnai af
víði og eini. Neðan hlaupmarkanna voru hríslurnar meira og minna
lemstraðar og brotnar, og á mörgum var börkurinn fleginn af stolni
oggreinum. Afskafin sina og aðrar skolaðar jurtatægjur héngu hvar-
vetna á steinum og hríslum. En að undanskildu afrifinu, sem áður
var lýst, var svörðurinn lítið særður, og á hann Jtað eflaust J>ví að
þakka, að hann var harðfrosinn. Þó sáust Jaess merki að burt voru
rifnar grastorfur af klettasyllum.