Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 46
154 NÁTTÚRÚFRÆÐINGURINN Þar sem hlaupfarið er mjóst í dalmynninu milli Réttarnefs og Hoftorfu er breidd þess aðeins um 250 m. 5. Milli Fagraskógar og Hoftorfu Neðan við þrengslin hjá Réttarnefi er hlaupfarið komið niður á láglendi og jafnsléttu, og slær sér nú mjög út. Hægri jaðarinn stefnir litlu norðar en austur inn með Fagraskógi og kemur að Krossá und- ir Merkurrana, en hinn vinstri liggur norður og síðan vestur með Hoftorfu. Af þessari l)reiðu hefur meginstrengur hlaupsins fylgt far- vegi Krossár út í Markarfljót undir Þórólfsfelli og síðan larvegi Markarfljóts, eins og fyrr var frá sagt. Efri hluti þessa kafla hlaupfarsins, þríhyrna að lögun með topp- horni í þrengslunum við Réttarnef, er nú þétt stráður feikilegu stór- grýti. Þarna fór lilaupið þvert yfir hina fjölförnu leið inn í Þórsmörk og þurrkaði út bílaslóðina á h. u. b. 800 m kalla. Þegar við Árni í Stóru-Mörk komum í jeppanum að þessum vegarkafla átta dögum eftir hlaupið, var hann allt annað en árennilegur við fyrstu sýn, enda var þarna þá auk stórgrýtisins mikið af jökum, víðast dreifðum, en sums staðar í hrönnum. En þegar út í hlaupfarið kom, reyndist dreifin af jökum og steinum ekki þéttari en svo, að við komum jeppanum greiðlega í gegn og í Fagraskóg. Naut ég þar kunnugleika Árna og við báðir slóðarinnar eftir þá, sem þarna komu deginum áður, eins og raunar víðar á leið okkar. Hefði ég verið þarna einn á ferð, hefði það tekið mig langan tíma að ganga úr skugga um, að öll stórgrýtisdreifin væri nýmyndun hlaupsins. En Árna var vel kunnugt, að þarna var ekkert stórgrýti fyrir neitt sambærilegt því sem nú er. Þetta svæði var l’ornir aurar Steinsholtsár, talsvert grónir og oft dágóður berjamór síðsumars. Áin var í litlum vexti og enginn farartálmi, þó sýnu vatnsmeiri en jökulsá, sem var kolllítil. En jrað bar helzt á milli, að Steinsholtsá var mjög gruggug og með moldarlit. Vöxtur og grugg stafaði væntanlega af leysingu úr íshrönnum ofar með ánni. í grjótdreifinni við Steinsholtsá eru margir steinarnir stærri en jeppabí 11 og rúmmál hinna allra stærstu hef ég áætlað um 80 m3 og þyngdina um 200 lestir. Slík björg liggja einkum austan ár, í hægra hluta hlaupfarsins (16. mynd). Jakar voru þarna ekki líkt því eins stórir og steinar, varla nokkur jaki yfir 2—3 m3, margir af tunnu stærð og minni, allir mjög ávalir, sumir nær kúlulaga. Nokkuð kemur það á óvart, að mun stærri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.