Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 46
154
NÁTTÚRÚFRÆÐINGURINN
Þar sem hlaupfarið er mjóst í dalmynninu milli Réttarnefs og
Hoftorfu er breidd þess aðeins um 250 m.
5. Milli Fagraskógar og Hoftorfu
Neðan við þrengslin hjá Réttarnefi er hlaupfarið komið niður á
láglendi og jafnsléttu, og slær sér nú mjög út. Hægri jaðarinn stefnir
litlu norðar en austur inn með Fagraskógi og kemur að Krossá und-
ir Merkurrana, en hinn vinstri liggur norður og síðan vestur með
Hoftorfu. Af þessari l)reiðu hefur meginstrengur hlaupsins fylgt far-
vegi Krossár út í Markarfljót undir Þórólfsfelli og síðan larvegi
Markarfljóts, eins og fyrr var frá sagt.
Efri hluti þessa kafla hlaupfarsins, þríhyrna að lögun með topp-
horni í þrengslunum við Réttarnef, er nú þétt stráður feikilegu stór-
grýti. Þarna fór lilaupið þvert yfir hina fjölförnu leið inn í Þórsmörk
og þurrkaði út bílaslóðina á h. u. b. 800 m kalla. Þegar við Árni í
Stóru-Mörk komum í jeppanum að þessum vegarkafla átta dögum
eftir hlaupið, var hann allt annað en árennilegur við fyrstu sýn,
enda var þarna þá auk stórgrýtisins mikið af jökum, víðast dreifðum,
en sums staðar í hrönnum. En þegar út í hlaupfarið kom, reyndist
dreifin af jökum og steinum ekki þéttari en svo, að við komum
jeppanum greiðlega í gegn og í Fagraskóg. Naut ég þar kunnugleika
Árna og við báðir slóðarinnar eftir þá, sem þarna komu deginum
áður, eins og raunar víðar á leið okkar. Hefði ég verið þarna einn
á ferð, hefði það tekið mig langan tíma að ganga úr skugga um, að
öll stórgrýtisdreifin væri nýmyndun hlaupsins. En Árna var vel
kunnugt, að þarna var ekkert stórgrýti fyrir neitt sambærilegt því
sem nú er. Þetta svæði var l’ornir aurar Steinsholtsár, talsvert grónir
og oft dágóður berjamór síðsumars. Áin var í litlum vexti og enginn
farartálmi, þó sýnu vatnsmeiri en jökulsá, sem var kolllítil. En jrað
bar helzt á milli, að Steinsholtsá var mjög gruggug og með moldarlit.
Vöxtur og grugg stafaði væntanlega af leysingu úr íshrönnum ofar
með ánni. í grjótdreifinni við Steinsholtsá eru margir steinarnir
stærri en jeppabí 11 og rúmmál hinna allra stærstu hef ég áætlað
um 80 m3 og þyngdina um 200 lestir. Slík björg liggja einkum austan
ár, í hægra hluta hlaupfarsins (16. mynd).
Jakar voru þarna ekki líkt því eins stórir og steinar, varla nokkur
jaki yfir 2—3 m3, margir af tunnu stærð og minni, allir mjög ávalir,
sumir nær kúlulaga. Nokkuð kemur það á óvart, að mun stærri