Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 159 hlutar þess linuðust, hrjúíar bergsprungur urðu hálir skriðfletir. Og 15. janúar kl. 13,47 skreið hin losaða bergfylla frarn í snöggu hlaupi. Eftir nokkrar sekúndur, eða lítið brot úr mínútu, hafði meginefni hennar staðnæmzt í líki urðarbings við rætur hrunstálsins. — Þar með er lokið fyrsta þætti þessa hlaups. Sá þáttur er rétt nefndur berg- skriða. Eins og fyrr var getið, þekki ég ekki öruggar heimildir um nokkurt annað bergskrið, er orðið hafi hér á landi eftir landnám, nerna úr Lómagnúp seint á 18. öld. Naumast er þó að efa, að slíkt hafi gerzt oftar en einu sinni á öllum þeim tíma, þó að annálariturum þætti ekki frásagnar vert. Ekki er heldur fyrir að synja, að einhver af öllum þeim ummerkjum „fornra framhlaupa," sem menn þekkja nú hér á landi, kunni að vera yngri en byggðin, þó að vissulega séu þau langflest miklu eldri. Og enn er þess að gæta, að sumar stórskriður, sem heimildir eru til um, hafa haft verulegan svip af bergskriðu, t. d. hrun úr Reynisfjalli í Mýrdal 1932. Ártal bergskriðsins úr Lómagnúp vita menn ekki, nema það var eftir 1757, er Eggert Ólafsson var þar á ferð, og (sennilega allmörg- um árurn) fyrir 1793, er Sveinn Pálsson skoðaði verksummerkin. Eina heimildin, auk verksummerkja, er dagbók Sveins (1945, bls. 270). Þar segir um Lómagnúp: „Síðan þeir Eggert voru hér, hefur annars ldaupið skriða eða fylla fremst úr Núpnum beint upp af svonefndum Lómatjörnum. Þetta gerðist fyrra hluta dags í júlímánuði með svo skjótri svipan, að stúlka ein, sem var að bera mjólk af stöðli heim að Núpsstað, heyrði brest, líkan reiðarþrumu, og leit þegar til Núpsins, en gat þá í fyrstu ekki greint þar neitt fyrir reyk. En ekki hafði hún fyrr sett mjólkurföturnar niður, til þess að athuga þetta nánar, en allt var um garð gengið og framhlaupið lá úti á sandinum, þar sem það er nú, allt að mílufjórðungi frá fjallinu, í smáhaugum með djúpum gjótum á milli eða trektlöguðum svelgjum, sem að líkindum hafa skapazt af þrýstingu samanþjappaðs lofts. Þessu framhlaupi fylgdi talsvert vatnsflóð, og hefur það sennilega sprengt úr fjallinu fyllu þá, er fram hljóp.“ Öl) er þessi lrásögn mjög sennileg, bæði það sem Sveinn hefur eftir mjaltastúlkunni og skýringar hans sjálfs. Og hún hjálpar okkur, sem aldrei höfum augum litið þessu líkar náttúruhamfarir, að sjá í anda það sem gerðist í Innstahaus.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.