Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 68
176
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
Varpheimkynni vepjunnar ná um allt meginland Evrópu frá 71.
breiddargráðu í Noregi suður að Miðjarðarhafi. Þó er hún sjaldgæf-
ur varpfugl á Pyreneaskaga og á Italíu verpir hún aðeins í Pódaln-
um. Hún verpir lrins vegar um allan Balkanskaga nema suðurhluta
Grikklands. Á Bretlandseyjum og írlandi er vepjan mjög algengur
varpfugl, en verpir sjaldan í Færeyjum. Austan Uralfjalla ná varp-
heimkynni vepjunnar frá (iO. breiddargráðu suður að Kaspíahati.
Síðan mjókkar útbreiðslusvæðið eftir því sem austar dregur. Lengst
nær það austur í Mansjúríu, þar sem minnstu munar að það nái
strönd Kyrrahafs. Einnig verpa vepjur á milli Kaspíahafs og Svarta-
hafs og allt suður til Armeníu og Norður-Tyrklands. Um norðan-
verð heimkynni sín eru vepjur farfuglar. Þær eru ein þeirra fugla-
tegunda, sem haga ferðum sínum mjög eftir veðri, og fer brottfarar-
og komutími þeirra mjög eftir því. Þannig koxna vepjur venjulega
til Danmerkur í marzbyrjun, en í hlýjum vetrum korna þær strax
upp úr miðjum febrúar. Eftir því sem sunnar dregur, fer að bera
meira á Jrví að nokkur hluti varpfuglanna séu staðfuglar. Talið er
að um 1% af dönskum vepjum séu staðfuglar, en um 40% brezka
stofnsins. Hinn hluti brezka stofnsins fer aðallega til Frakklands og
írlands. Vepjur frá Skandinavíu og Eystrasaltslöndum fara einkum
til Frakklands, en einnig hafa margar þeirra vetursetu á Englandi
og Spáni svo og nokkuð á írlandi. Á vetrin slæðist einnig svolítið af
vepjum suður til Marokko.
Eins og áður er sagt, hagar vepjan ferðum sínum mjög eftir veðri.
Er hún ])ví afar óstöðug a. m. k. í norðanverðum vetrarheimkynn-
um sínum, og flakkar um, oft í gríðarstórum hópum. Htin forðast
í'rosna jörð, og flýr gjarnan landsvæði, jiar sem þannig er ástatt, þó
að hún haldi sig ]>ar annars allan veturinn í venjulegu árferði.
Þegar vetrarhörkur eru á Bretlandseyjum ber olt mikið á vepjum á
íslandi. Þannig var mjög kalt í Bretlandi bæði veturinn 1941—1942
og einnig veturinn 1962—1963. Frægasti vepjuflótti frá Bretlandi
varð árið 1927. Þá flaug fjöldi af vepjum Jwert yfir Atlantshafið og
lentu á Nýfundnalandi og Labrador. Höfðu þær hrakizt undan suð-
austan stormi, er Jrær voru á leið til írlands, að því er talið er.
Eins og kunnugt er hafa veðurfarsbreytingar þær, sem orðið hala
síðan á fyrri hluta Jressarar aldar, haft í för með sér ýmsar breytingar
á fuglah'fi hér á landi og annars staðar. Vepjan er ein Jieirra fuglateg-
unda, sem fært hafa út heimkynni sín til norðurs. Er ekki ólíklegt