Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 72
180 NÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN oddsens. Þegar hann þroskaðist og eltist þróaðist með honum sú hugmynd að helga íslenzkum náttúruvísindum starfskrafta sína, þó mikil óvissa ríkti um það þá hér á landi, hvort slíkt starf nægði til að veita manni nauðsynlegt lífsviðurværi. Að loknu stúdents- prófi hélt Helgi því utan til náms og innritaðist í Hafnarháskóla. Hann lagði stund á náttúrufræði með grasafræði sem aðalgrein og tók strax til við námið af kappi. Frá upphafi var tilgangur fians tvíþættur og miðaði hann allt sitt nám við það. í fyrsta lagi að ljúka magistersprófi í grasafræði, en þó einkum og sér í lagi að búa sig undir grasafræðirannsóknir heima á íslandi. Helgi var því miður ekki heilsuhraustur og á stúdentsárunum fékk hann lungnatæringu, sem þá hafði um langt skeið verið eins konar „atvinnusjúkdómur" stúdenta. Frá því í maí 1893 og fram í ágúst árið eftir dvaldist Helgi því sér til heilsubótar á íslandi og var lengst af í Vallanesi hjá Magnúsi bróður sínum og tókst að yfirbuga tæringuna til fulls. Ekki var Helgi iðjulaus í Vallanesi, heldur hélt þar áfram námi sínu á eigin spýtur, og fékkst einnig við rannsóknir. Vorið og sumarið 1894 ferðaðist hann nokkuð um Austurland til rannsókna og hlaut til þess styrk frá menntamálaráðuneytinu danska. Rannsakaði hann þá háplöntuflóru og gróður landshlutans, jafnframt því sem liann hugði að ástandi plantnanna yfir vetrarmánuðina og um laufgunar- og blómgunartímann. Þessar rannsóknir Helga þóttu hinar merki- legustu og þegar hann kom aftur til Hafnar fór hann jafnframt nám- inu að skrifa um þær undir handleiðslu hins ágæta kennara síns Eug. Warmings, prófessors, en Warming var einmitt þekktur að því, að hafa sérstakt lag á að vekja áhuga nemenda sinna á sjálf- stæðum rannsóknum. Annar aðalkennari Helga var hinn kunni þörungafræðingur L. Kolderup Rosenvinge. Þetta urðu þrjár ritgerð- ir, sem allar birtust í riti Danska Grasafræðifélagsins, Botanisk Tids- skrift, sú síðasta 1896. I þessum ritgerðum var í fyrsta sinn gerð tilraun til að lýsa háplöntuflóru og gróðri heils landshluta og verður ekki annað sagt en að tilraunin hafi teki/.t vel, rniðað við þau gögn sem tiltæk voru; m. a. var hér getið tíu nýrra tegunda fyrir Island. Haustið 1896 lauk Helgi svo lokaprófi, þ. e. magistersprófi, í grasa- fræði frá Hafnarháskóla, og sama ár hlaut hann einnig verðlaun frá Danska Náttúrufræðifélaginu fyrir ritgerðirnar þrjár, sem áður voru nefndar, og má þar af marka, hvers rannsóknir hans voru metnar. Samt voru engir möguleikar á því fyrir Helga að fá lífvænlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.