Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 79

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 79
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 187 en einnig á Snælellsnesi. Aðrar tegundir þessarar ættkvíslar vaxa í grunnum sjó eða í fjörunni og reyndist þessi planta ný tegund fyrir vísindin. I áðurnefndri grein setnr Helgi fram þá kenningu, að þessi tegund muni hafa setzt að í þessum heffum þegar sjór náði miklu hærra upp en nú og orðið þarna innfyksa. Annars var Hefgi mjög varkár í skrifum sínum og hætti sér ekki út á hálan ís hæpinna kenninga. Helgi heldur nokkuð áfram rannsóknarferðum sínum eftir að doktorsritgerð hans kemur út. Árið 1915 ferðaðist hann um Vest- firði, aðallega til landpföntu- og gróðurathugana, 1916 og 1917 urn Árnessýslu og 1918 austur eftir Suðurlandi, um Austurland allt til Þistilfjarðar og siðan upp á fjöl 1 og suður Sprengisand, og mun hann einnig í þeirri ferð hafa rannsakað landgróðurinn. En eft- ir að hin mikla ritgerð hans í The Botany of Iceland kom út birtir hann aðeins nokkrar smágreinar. 1913 skrifar hann smágrein um strandgróður í Mýrasýslu í minningarrit um Japetus Steenstrup, smáfrétt um sjaldgæfar landplöntutegundir í Skýrslu Náttúrufræði- félagsins og ritdóm um Plönturnar í Eimreiðina. Árið 1914 átti Hið íslenzka náttúrufræðifélag 25 ára afmæli. í tilefni af því skrifaði Helgi nærri 70 blaðsíðna ritgerð um sögu félagsins í Skýrslu þess það ár, en hann hafði verið kosinn gjaldkeri lelagsins sama haustið og hann fluttist heim og gegndi því embætti til dauðadags. Árið 1915 skrifar Helgi fræðslugrein í Eimreiðina um míkróskópiskar lífverur, þ. e. smásæjar lífverur, eða örverur eins og nú er farið að kalla þessar smáagnir, sem flestar eru einfrum- ungar. Þar kemur hann fram með anzi skemmtilega uppástungu og leggur til að hið gamla orð smælingi verði notað á íslenzku um þessar smágerðu lífverur. Þetta finnst mér prýðisgóð nafngift og sýnu betra að taka þannig gömul og góð orð, sem svo til er hætt að nota í sinni gömlu merkingu, og fá þeim nýja merkingu í málinu í stað þess að vera sífellt að reyna að smíða ný og ný orð, sem kannske heppnast ekki nema miðlungi vel. Gott dæmi um þetta er orðið sími. Þessi nýja merking orðsins smælingi virðist því miður löngu gleymd nú, og kannske hefur hún aldrei náð neinni út- breiðslu að ráði, en það væri sannarlega ástæða til að vekja hana til lífsins á ný. í Búnaðarritinu 1918 birtist grein eftir Helga um sæþörunga og notagildi þeirra til beitar og fóðurs. Þar er lýst 17 tegundum og kennt að greina þær og síðan fjallað almennt um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.