Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 91
NÁTT Ú R U FRÆÐI N G U R 1 N N
199
V-Grænland og auk þess fengist ýmist í net eða úr þorskmögum
undan Gíbraltar, Madeira, í Biskayaflóa, undan striind Portú-
gals, einnig við Suðurskautslandið, í Kyrrahafi við höfða heilags
Jakobs, á eyjum Karlottu drottningar, í Beringshafi og víðar.
Hér við land iiefur fiskur þessi ekki veiðst ennþá.
24 Schmidts stinglax, Aphanopus schmidti (Scemundsson).
15. júní 1966, 103 sjómílur SV að V frá Eldey, 310 faðma dýpi,
v/b Þorgeir GK 73, lúðulóð, 114 cm.
Stinglax hefur áður fundizt við ísland við Vestmannaeyjar
og þar í nágrenni nokkrum sinnum síðan 1904. Skyld fiskteg-
und eða jafnvel sú sama, A. carbo (Lowe), hefur veiðst í
sunnanverðu Grænlandshafi og á hryggnum milli Islands og
Færeyja.
25 M a k r í 11, Scomber scombrus (Linné).
2. jan. 1963, Faxaflói, 39 cm.
Makríllinn llækist hingað til lands af og til á sumrin og
finnst allt í kringum landið. Heimkynni hans eru annars Mið-
jarðarhaf og Norðuratlantshaf frá Spáni til Bretlandseyja og
Noregs og hann flækist víðar eins og inn í Eystrasalt og til
Færeyja.
26 Túnfiskur, Thunnus thynnus (Linné).
15. ágúst 1965, Skerjadjúp.
Flækist hingað til lands af og til. Aðeins hausinn veiddist af
þessum fiski, en eftir stærð hans að dæma hefur hér verið um
að ræða á að giska 2 metra langan túnfisk.
27 Flekkjaglitnir, Callionymus maculatus (Rafinesque).
Sendur frá Vestmannaeyjum 1961, 14 cm. Engar upplýsingar
um veiðistað né tíma. Flekkjaglitnir veiddist l'yrst hér við land
í Faxaflóa árið 1935. Árið eftir veiddust tveir til viðbótar, annar
á 200 metra dýpi í Mýrdalssjó og hinn á 140 metra dýpi vestur
af Vestmannaeyjum. Síðan spyrst ekkert til þessa fisks hér við
land fyrr en þessi er sendur frá Eyjum, nema hvað lirfur ætt-
kvíslarinnar hafa fundizt við suður- og vesturströndina.
28 D í 1 a m j ó r i, Lycodes esmarki (Collett).
1955, b/v Geir RE, botnvarpa, 62 cm, $, 950 g slægður.
Fiskur þessi barst Fiskideild þann 25. nóv. Ekki er vitað hvar
né livenær hann veiddist, en dílamjórar hafa fundizt við fsland
á svæðinu frá Siglufirði austur að Hvalbak.