Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 103
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
211
tekið fram, að hér er aðeins átt við eyju þá, er lausu gosefnin mynd-
uðu.
Sprengigosið hefur gengið á með hrinum og hafa þá stundum orð-
ið býsna öflugar sprengingar. Sem sönnun má nefna, að norðan í
Háeynni hef ég í móberginu séð blágrýtishnullung, sent vart er
undir 200 kg að þyngd, og er hann þó a. m. k. 400 m frá næsta gíg.
Nokkurt afl hefur þurft til að slöngva honum þá leið. í lagastafl-
anum í eyjunni að suðvestan — í nánd við Kambsgíg — eru tvö
þykk lög úr blendingi af kleprum og bólstrabergi, en þau benda til
þess, að öðru hverju hafi þeytzt upp blanda af hraunkviku og brot-
um úr bólstrabergi í sígosum. Neðra lagið er neðarlega í bergstál-
inu suðvestan í eynni, en hið efra í og á brúninni suður af vitanum.
Svo gerðust snögglega þáttaskil í háttalagi gossins og þar með
sköpun eyjunnar og framtíðartilveru. Nyrzti gígurinn tók að spúa
glóandi bergkviku í stað ösku og gosmalar og streymdi þá mikil
hraunelfa austur af gosmalarhaugnum, og breiddist hraunið
yfir áður umgetna malarfjöru austan á eynni. Hraunið var mjög
þunnfljótandi, ef dærna má af joví, hversu jafnt jaað lagðist yfir
hina hallalitlu fjöru, þar sem Jaað storknaði sem helluhraun. Þess
skal getið, að vel sér til fjörusetsins undir hrauninu á löngum kafla
austan í Lágeynni og eins á kafla sunnan í henni. I bergstálinu upp
af vestanveðri Kirkjufjöru sézt greinilega, hvernig hraunið hefur
lagzt upp að gosmalarhaugnum. Svo er að sjá, að hann hafi verið
mjög lítið rofinn, Jaegar hraunið lagðist að honum. Þá má og sjá
J^ar, hversu þunnfljótandi hraunið hefur verið, að Joað hefur vand-
lega fyllt nærri lóðrétta sprungu, sem myndazt hafði í neðra hraun-
lagið austan í Lágeynni, en svo er að sjá, að á Lágeynni séu ekki
nema 2 hraunlög — sums staðar lítt aðskilin — og er efra lagið víð-
ast grágrýtiskennt.
Af einhverjum ójiekktum ástæðum hefur hraunið allt í einu hætt
að renna niður svo að segja snarbrattan hallann austan í Háeynni,
Joví að 3 síðustu hraunspýjurnar hafa runnið suður eftir Háeynni
að austan, en í suðurbrún hennar austan til eru hraunlögin 5. Þar
í bergstálinu er mjög fallegur basaltgangur allt í sjó niður, Jiar
sem hraunkvikan hefur vendilega fyllt lóðrétta sprungu, sem mjókk-
ar, er neðar dregur. Sprungan hefur sennilega myndazt í gosmalar-
hauginn, eftir að hann var orðinn svo samanjzjappaður, að sprungu-
barmarnir gátu staðið án þess að hrynja. Þessi sprunga stefnir norð-