Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 105
NÁTTÚRUFRÆÐ1NG U RI N N
213
V A
3. mynd. Þverskurður a£ Dyrhólaey. Hæð sniðsins um 120 m, en lengd tæpir
2 km. Tákn: I) Móberg nreð kleprum og stökum bólstrum. 2) Grágrýti. 3)
Bólstraberg. 4) Lagskipt móberg. 5) Hraunlög. (i) Malarl'jöruset.
og' nú er, en slíkt gat ekki verið nema á hlýskeiði, þar sem sjávarstaða
var mun lægri á jökulskeiðum. Sönnun fyrir sjávarstöðu er fyrst og
fremst l jörusetið undir hrauninu á Lágeynni og hólstrabergið við
sjávarmál í suðvesturhorni Háeyjar, sem Kamhsgígurinn hefur
myndað. Þá er að geta hins fallega bólstrahergs, sem myndazt hefur
undir hraunhellunni í norðausturhorni Lágeyjar, en það varð til,
þegar hraunið fór að renna í sjó fram austur af malarf jörunni.
Þá má og benda á það, að et eyjan er borin saman við móbergs-
stapa, sem myndaðir eru á jökulskeiðum, kemur það glöggt í ljós,
live hraunrennslið hagar sér þar öðru vísi. Á stöpunum lcggst hraun-
ið í hellu á koll þeirra vegna aðhalds jökulveggja, en á Dyrhólaey
hagaði það sér eins og nú á tímum, og rann niður af fjallinu undan
hallanum og breiddist út á fjörusléttunni.
Hver rök lig'gja að því, að um neðansjávargos hafi verið að ræða?
Verður þá fyrst fyrir hið margnefnda malarl jöruset undir hrauninu.
Þegar setið er skoðað, er það sýnilegt, að f jaran liefur verið mynduð
úr sams konar gosmöl og móbergið í Háeynni. Þá er og auðséð, að
till lutningur efnisins hafi átt sér staðskömmu áður en hraunið rann,
enda er mölin lítt máð. Þá er og ekki hægt að skýra rnyndun fjör-
unnar á annan hátt, en að sjór hafi legið á alla vegu að eynni, eins
og áður er á minnst, og að brim hafi verið búið að rjúfa efnið úr
sjálfum gosmalarhaugnum og færa það til.
Þá er saltútfelling víða í bjargveggjum þess hluta eyjarinnar, sem
er úr móbergi, ein af sterkum líkum þess, að það sé nryndað við