Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 114
222
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Finnur Guðmundsson og Agnnr Ingólfsson:
Helsingjanef á Surtseyjarvikri
i.
Á rekavið, sem skolar á land á íslandi, sitja stundum einkennileg
dýr. Oftast eru þau mörg saman og mynda því klasa á viðnum. Þessi
dýr sitja á vöðvalegg, sem er festur við viðinn, en dýrið sjálft myndar
eins konar „höfuð“ (capitulum) á leggnum og er það umlukt
5 bláleitum kalkskeljum. Þetta eru hin svonefndu helsingjanef,
en eina tegund þeirra, sem vitað er til að hafi fundizt á íslenzkum
rekavið, þ. e. a. s. við, sem rekið hefur á íslenzkar fjörur, heitir á
vísindamáli Lepas anatifera.
Helsingjanef eru krabbadýr, þótt þau minni raunar lítið á krabba
við fyrstu sýn. Þau teljast til þess ættbálks krabbadýra, sem hlotið
Iiefur nafnið Cirripedia, en á íslenzku hafa slík dýr verið nefnd
skelskúfar. Svo virðist sem Benedikt Gröndal sé höfundur íslenzka
nafnsins. Að minnsta kosti virðist það hvergi koma fyrir á prenti
fyrr en í 5. hefti af Gefn, en það er tímarit, sem Gröndal gaf út
meðan liann dvaldist í Kaupmannahöfn. Fimmta og síðasta hefti
þessa tímarits, sem kom út árið 1874, fjallar einvörðungu um náttúru
Islands. Þar er allmikið af nýyrðum, sem Gröndal hefur smíðað,
og hafa mörg þeirra festst í málinu.
Helsingjanef er hins vegar gamalt alþýðunafn, sem er arfur frá
þeim tíma, þegar menn töldu, að helsingjanefin væru aðeins
tiltekið þróunarstig helsingja og/eða margæsa líkt og egg hjá
öðrum fuglum. Þessi trú var ríkjandi frá því á 12. öld og fram á
öndverða 18. öld. Að vísu vefengdu stöku fræðimenn þessa kenn-
ingu, og var Albertus Magnus (ca. 1200—1280) einn þeirra. En hún
reyndist samt ótrúlega lífseig. Til dæmis um það má nefna, að árið
1678 birtist ritgerð í „The Philosopliical Transactions" í London
þar sem höfundurinn, Robert Moray, heldur enn fast við þessa