Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 114

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 114
222 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Finnur Guðmundsson og Agnnr Ingólfsson: Helsingjanef á Surtseyjarvikri i. Á rekavið, sem skolar á land á íslandi, sitja stundum einkennileg dýr. Oftast eru þau mörg saman og mynda því klasa á viðnum. Þessi dýr sitja á vöðvalegg, sem er festur við viðinn, en dýrið sjálft myndar eins konar „höfuð“ (capitulum) á leggnum og er það umlukt 5 bláleitum kalkskeljum. Þetta eru hin svonefndu helsingjanef, en eina tegund þeirra, sem vitað er til að hafi fundizt á íslenzkum rekavið, þ. e. a. s. við, sem rekið hefur á íslenzkar fjörur, heitir á vísindamáli Lepas anatifera. Helsingjanef eru krabbadýr, þótt þau minni raunar lítið á krabba við fyrstu sýn. Þau teljast til þess ættbálks krabbadýra, sem hlotið Iiefur nafnið Cirripedia, en á íslenzku hafa slík dýr verið nefnd skelskúfar. Svo virðist sem Benedikt Gröndal sé höfundur íslenzka nafnsins. Að minnsta kosti virðist það hvergi koma fyrir á prenti fyrr en í 5. hefti af Gefn, en það er tímarit, sem Gröndal gaf út meðan liann dvaldist í Kaupmannahöfn. Fimmta og síðasta hefti þessa tímarits, sem kom út árið 1874, fjallar einvörðungu um náttúru Islands. Þar er allmikið af nýyrðum, sem Gröndal hefur smíðað, og hafa mörg þeirra festst í málinu. Helsingjanef er hins vegar gamalt alþýðunafn, sem er arfur frá þeim tíma, þegar menn töldu, að helsingjanefin væru aðeins tiltekið þróunarstig helsingja og/eða margæsa líkt og egg hjá öðrum fuglum. Þessi trú var ríkjandi frá því á 12. öld og fram á öndverða 18. öld. Að vísu vefengdu stöku fræðimenn þessa kenn- ingu, og var Albertus Magnus (ca. 1200—1280) einn þeirra. En hún reyndist samt ótrúlega lífseig. Til dæmis um það má nefna, að árið 1678 birtist ritgerð í „The Philosopliical Transactions" í London þar sem höfundurinn, Robert Moray, heldur enn fast við þessa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.