Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 116

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 116
224 NÁTTÚ RUFRÆÐI N GU R I N N hala, Apoda og Ascothoracica. Til þriggja hinna síðastnefndu teljast tegundir, sem eru án kalkskelja og lifa sem umbreytt sníkjudýr á tífættum skjaldkröbbum, skrápdýrum, kóraldýrum, eða á öðrum skelskúfum. Til Abdominalia teljast tegundir, sem bora sig inn í skeljar lindýra (snigla) eða hrúðurkarla. Þær eru einnig án kalk- skelja. Þá er loks að telja Tlioracica, en til jress undirættbálks teljast helsingjanef (Lepadomorpha eða Pedunculata) og hrúðurkarlar (Balanomorpha eða Operculata). Flestar tegundir þessa undirætt- bálks hafa kalkskeljar, og fyrst framan af voru þær því taldar til lindýra (skeldýra), og var [rá talað um einskelja lindýr (snigla), tvískelja lindýr (samlokur) og margskelja lindýr (skelskúfa). En á fyrri helmingi 19. aldar varð mönnum ljóst, að hér var um krabba- dýr en ekki lindýr að ræða. Var það einkum myndbreyting þessara dýra, sem tók af allan vafa um, að þetta voru krabbadýr en ekki lindýr. Greina má þrjú þróunarstig skelskúfa. Úr eggi klekst fyrst lirfa, sem nefnist nauplius. Hún breytist síðan í metanauplius, sem því næst breytist í svo nefnda cypris-lirfu. Cypris-lirfan festir sig með heftifálmurum við hina ólíkustu hluti á sjávarbotni eða við yfirborð sjávar, allt eftir því um hvaða tegund er að ræða. Síðan taka liinir svonefndu sementskirtlar að gefa frá sér efni, sem treyst- ir festinguna. í hefti því af „Tlie Zoology of Iceland,“ sem fjallar um skelskúfa (vol. III, part 30-31) getur höfundurinn (K. Stephensen) 14 tegunda frá íslandi. Þar af teljast 2 tegundir til Rliizocephala, en hinar 12 til Thoracica. Af þessum 12 tegundum er um að ræða 7 tegundir hrúðurkarla og 5 tegundir helsingjanefja. Hrúðurkarla þekkja flestir, enda eru þeir ntjög algengir á klettum og steinum í fjörum, en þar er nær einvörðungu um eina tegund, Balanus balanoides, að ræða. Aðrar tegundir lifa á meira dýpi. Ein þeirra er Balanus hammeri, sem verður stærstur allra íslenzkra hrúðurkarla. Tvær tegundir (Coronula diadema og Coronula reginae) sitja fastar á hvölum, einkum hnúfubak (Megaptera boops). Af helsingjanefjum má fyrst nefna Scalpellum stroemi, sem situr á polýpum eða kóraldýrum á sjávarbotni, venjulega á meira en 200 m dýpi. „Höfuð“ þessarar tegundar er umlukt 14 skeljum. Þá má nefna tvær tegundir af ættkvíslinni Conchoderma: C. auritum og C. virgatum, sem tíðast er að finna á hvölum, fiskum og skipum. Svo einkennilega vill til, að fyrri tegundina er langoftast að finna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.