Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 119
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
227
í 70%, en fer síðan ört minnkandi. Enda þótt helsingjanef væru
þannig allstór liður í fæðu máfa, sem skotnir voru í Sandvík á þessu
tímabili, var þó langt frá því, að þeir einskorðuðu sig við þessa
fæðutegund, eins og þeir gera stundum, þegar vissar fæðuteg-
undir (t. d. loðna eða sandsíli) eru til staðar í mjög ríkum mæli.
í aðeins 40% af þeim máfum, sem neytt höfðu helsingjanefja,
námu þau helmingi eða meira af magainnihaldinu.
Skýringar á hinu óvænta rnagni helsingjanefja í mögum máfanna
í Sandvík reyndist ekki langt að leita. í fjörum sunnan og vestan á
Reykjanesskaganum voru alls staðar lnannir af Surtseyjarvikri, og
á vikurmolunum sat aragrúi af helsingjanefjum. Það skal tekið fram,
að hér og víðar í þessari grein er með Surtseyjarvikri ekki aðeins átt
við þann vikur, sem myndaðist við gos í Surtsey sjálfri, heldur einn-
ig þann vikur, sent myndaðist við gosin í Syrtlingi og Jólni. Hinn
27. október 1965 gerðum við okkur ferð suður á Reykjanes (Reykja-
nesskaga, ef menn vilja reyna að sporna við óumflýjanlegri merking-
arbreytingu þessa örnefnis) til Jress að kanna Jætta mál nánar. Við
tókum sýnishorn af vikri með helsingjanefjum á eftirtöldum stöð-
um: Herdísarvík, Þorkötlustaðabót austan Grindavíkur, Arfadalsvík
vestan Grindavíkur (báðir Jressir staðir teljast raunar eða töldust
að minnsta kosti til Grindavíkurbyggðarinnar), Sandvík austan
Reykjanesvita og Stóru-Sandvík norðan Reykjanesvita. Sýnishornin
eru varðveitt í Náttúrufræðistofnuninni og ljósmyndir, sem fylgja
Jiessari ritgerð, voru teknar af eintökum, sem safnað var í þessari
ferð.
Við nánari athugun á gögnunum, sem safnað var, kom í ljós, að
á vikrinum var um Jnjár tegundir helsingjanefja að ræða. Lepas
fascicularis var alls staðar í yfirgnæfandi meirihluta. Næstalgengasta
tegundin var Lepas anatifera, og minnst var af Lepas pectmata, en
Jreirrar tegundar hefur ekki verið getið frá Islandi áður. Af þessari
síðastnefndu tegund voru 7 eintök í sýnishorninu úr Herdísarvík,
15 í sýnishorninu úr Þorkötlustaðabót og 33 í sýnishorninu úr Arfa-
dalsvík. Engin eintök Jjessarar tegundar voru hins vegar i sýnishorn-
unum úr Sandvíkunum, en orsök þess kann að hafa verið lirein
tilviljun, Jjví að sýnishornin voru tekin án verulegs vals í fjörunni
á hverjum stað. En hvað sem þessu líður, þá er óhætt að fullyrða,
að Lepas pectinata hafi verið tiltölulega sjaldgæf á vikrinum miðað
við hinar tegundirnar tvær. Hugsanlegt er, að eitt eða fleiri lítil