Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 133

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 133
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 241 Október. Ingólfur Davíðsson: Um slæðinga í íslenzku gróðurríki. Nóvember. Guðmundur E. Sigvaldason: Áhrif vatns á gerð gosefna. Fræðsluferðir Farnar voru fjórar fræðsluferðir, þrjár stuttar ferðir, sem tóku einn dag, og ein þriggja daga ferð. Fyrsta fræðsluferð sumarsins var farin fimmtudaginn 19. maí og farið suður með Kleifarvatni og litið fyrst til grasa (vetrarblóm, sverðmosi) og skoðað gabbt i í hraunkúlum við Grænavatn. Þá var gengið á Krísuvíkurberg og fugla- líf skoðað og jafnframt liugað að jarðmyndunum. Síðan var haldið í Ögmund- arhraun og skoðaðar bæjartættur, sem greyptar eru í það. Á heimleið var ekið um Grindavík og litið á jarðmyndanir. Veður var gott, en í lok ferðarinnar gerði mikla dembu og urðu margir blautir. Þátttakendur voru um 80. Leið- beinendur voru Guðmundur Kjartansson og Þorleifur Einarsson um jarðfræði, Bergþór Jóhannsson um grasafræði, Árni Waag um fugla og Gísli Gestsson um fornleifar. Önnur ferðin var farin um Snæfellsnes og stóð hún í þrjá daga, 24.-26. júní, og var það aðalferð sumarsins. Fyrsta daginn, föstudag, var ekið að Búðum og gist þar í tjöldum. Á leiðinni var litið á jökulgarða hjá Skorrholti i Melasveit, granófýr úr Flyðrum í Hafnarfjalli og síðan skoðaður hvirfill jarðlagaandhverlu við Borgarncs. Næst var stanzað við Hítará og skoðaðir skessukatlar. Því næst var gengið að Rauðamelsölkeldu og brögðuðu allir ölkelduvatn. Þá var stanzað við Hofgarða og tjarnarblaðka, sú sjaldgæfa jurt, skoðuð. Ekið var að Lýsuhóli og litið á kalkútfellingar svo og gabbró og granófýr. Um kviildið var litazt um í Búðahrauni. Laugardaginn var ekið fyrir Jökul og að Selvallavatni og gist þar. Á leiðinni var litið á melasól í skriðum í Breiðavík og Arnarstapi skoðaður og síðan Lón- drangar og hugað að fugli í Svalþúfu. Síðan var ekið í Grundarfjörð og aðeins skotizt úr bílunum í Hólahólum, Enni og Búlandshöfða. Gengið var upp í Stöð (Brimlárhöfða) og Búlandshöfðalögin athuguð. Þá var haldið í Kolgrafa- fjörð og keilugangar skoðaðir í Hrafnkelsstaðabotni og gabbró í Kolgrafamúla. Að loknum snæðingi að Selvöllum voru tilkynnt úrslit í veðurspákeppni og reyndist Haraldur Guðmundsson vera bezti spámaðurinn. Áður en lagzt var til hvílu itorfðu flestir á sólarlag af Grákúlu en aðrir á sólarupprás. Á sunnudagsmorgun var fyrst stanzað við Gríshólsá og litið á bólstraberg neðst í grágrýti, en síðan var gengið á Drápuhlíðarfjall og skoðað líparít og andesít svo og plöntusteingervingar. Síðan var ekið um Skógarströnd og Bröttu- brekku til Hreðavatns og setzt að kaffidrykkju og ræður haldnar. Komið var til Reykjav'íkur um 8-leytið um kvöldið. Veður var gott, þó gekk á með skúr- um fyrsta daginn og fyrri liluta annars dags var súld, svo að ekki sást til jökuls- ins. Þátttakendur voru um 100. Fararstjóri var Þorleifur Einarsson, en leið- beinendur voru Haraldur Sigurðsson, Einar B. Pálsson og Bergþór Jóhannsson. Þriðja ferðin var liálfsdags grasafræðiferð og var luin farin sunnudaginn J0. júlí. Ekið var suður fyrir Hafnarfjörð og farið úr bílunum við Ás og síðan gengið meðfram Ástjörn og athugaður mýra- og tjarnagróður. Þá var gengið um hraunið og hugað að gróðri þar og í hraunbrúninni. Veður var mjög gott.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.