Samvinnan - 01.03.1929, Page 7
28. ár.
1. hefti
Porvígismenn
Samyinnustefnunnar.
Einar Asmundsson í Nesi.
Einar Ásmundsson er fæddur á Vöglum í Fnjóska-
dal, 20. júní 1828. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Ásmund-
ur bóndi Gíslason, síðar á Þverá í Dalsmynni, og Guðrún,
dóttir Björns umboðsmanns í Lundi Jónssonar, bróður
Kristjáns á Illugastöðum, föður þeirra Illugastaðabræðra,
Kristjáns amtmanns og Benedikts prófasts í Múla1).
Gísli Ásmundsson, afi Einars, bjó í Nesi, og á Gautsstöð-
um á Svalbarðsströnd, sem var annað óðal ættarinnar.
Faðir Gísla í Nesi var Ásmundur Gíslason; bjó hann og í
Nesi, en einnig á Þverá og á Gautsstöðum. Faðir Ás-
mundar á Gautsstöðum var Gísli bóndi á Gautsstöðum,
sonur Sigurðar bónda og smiðs á Gautsstöðum. Má sjá
af ættfærslu þessari, þótt ekki sé lengri, að veigur hefir
verið í kynþætti þessum, er þama bjó mann fram af
manni á 3. hundrað ára. Nöfnin ein — ættarnöfnin: Gísli,
Ásmundur — eru góð bending í þá átt. Verður þess víða
vart í sögu íslenzkra bændaætta, að ættamöfnunum er
fast haldið og því fastar sem ættin var öflugri og ættar-
meðvitundin ríkari. Er kyn Einars þingeyskt bændakyn
x) Skal hér ekki rakin ætt Einars, en vísað um hana og
annað, er fyllri frásagnir þykir þurfa, í ítarlega og prýðis-vel
ritaða æfisögu eftir dr. Jón þorlcelsson þjóðskjalavörð. Er hún
prentuð í Andvara árið 1912.