Samvinnan - 01.03.1929, Page 12

Samvinnan - 01.03.1929, Page 12
e SAMVINNAN móðurmálið og lýsir raunar manninum betur en margt annað. Hann var annálaður tungumálamaður á sinni tíð ; las B höfuðtungur álfunnar til hlítar og talaði frönsku prýðilega. Hann lagði auk heldur stund á latínu og esper- antó. Er Einar sennilega fyrsti maður hér á landi sem lært hefir það merkilega tungumál. Þessa lærdóms aflaði hann sér í tómstundum sínum frá búskap og vafstri í op- inberum málum og talsvert umfangsmiklum ritstörfum; og hann notfærði sér hann á sama hátt. H a n n 1 a s. Þannig varð hann einn af gagnmenntuðustu mönnum sinnar aldar, og að vísu sjálfmenntaður. Fátt sýnir betur hve staðgóð sú menntun var en einmitt það, hve hreint mál hans var jafnan. öllum, sem ritað hafa um Einar í Nesi, ber samau um, að hann hafi verið frábærlega skarpvitur maður. Ein- stök dæmi munu til þess talin, að hann hafi verið kald- ur raunhyggjumaður og nokkur fjáraflamaður og stund- um eigi sem eftirlátssamastur um þær sakir. Það varðar oss ekki hér og er raunar ómerkilegt. Slíkt verður eigi talið til áfellis manni, sem víslega var hugsæismaður öðrum þræði og rausnai’maður meiri flestum öðrum. En þess er að vænta, að sambúðin sé stirð öðru veifi þeim mönnum, sem langt eru á undan samtíð sinni. Einar var ekki alltaf við skap alþýðu og ofjarl hinum, sem skipa vildu fyrirrúmin. Slíkum mönnum hættir við einangrun. Það verður þó enn talið Einarí til ágætis, hve vel hann gat varast þá hættu, þrátt fyrir allt. Látum og nágranna hans, Eyfirðinga og Þingeyinga, njóta þess sannmælis, að þeir kunnu lengst af furðu vel að meta sinn vitrasta mann. Það er jafnan auðveldast eftir á. íslenzk alþýða hefir fyrr og síðar átt menn, er orðið hafa meginstoð þjóðlegri menning vorri. Starf þeirra manna verður aldrei fullþakkað. Hafi þessir menn ekki skapað menningu, þá hafa þeir að vísu haldið henni við, otg auðgað hana. Nú á tímum heyrist ósjaldan sitthvað miður loflegt um sveita- eða bændamenning vora frá mönnum, er finnst fátt til um það, er þeir kalla fornaldar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.