Samvinnan - 01.03.1929, Qupperneq 32
26
SAMVINNAN
skiptaaðferðir, sem beinast að því, að komast af
með sem minnsta peninga í umferð. Með því verða pen-
ing'ar óþarfari og ekki jafn eftirsóknarverðir.
Bankaseðlamir samsvara auknum málmforða. En þó
má ekki gleyma því, að málmforði liggur fyrir í bönk-
unum til tryggingar seðlunum, og ennfremur getur það
átt sér stað, að seðlarnir valdi útflutningi sleginna pen-
inga.
En fyrst og fremst eru það ávísanir og kvittanir,
sem koma í stað peninga. Án þeirra myndi peningamir
ekki hafa fullnægt auknum viðskiptaþörfum, þrátt fyrir
allar nýjustu gullnámurnar. Af því myndi sennilega hafa
leitt stórkostlega gildishækkun peninga, og þvínæst lækk-
un vöruverðs1).
d) Fjöldi viðskiptaathafna (kaup, lán,
framlengingar, lánagreiðslur o. fl.) verkar á gildi pening-
anna. En þær verkanir eru andstæðar þeim þremur, sem
nefndar eru hér á undan. Því fleiri sem viðskiptaathafn-
imar em, því meiri er þörf peninganna, og því meir eykst
gildi þeirra. Svo er ástatt nú á tímum í öllum löndum.
Og þessi aukna eftirspurn eftir peningum stefnir að því,
að auka gildi þeirra, eða að minnsta kosti koma í veg
fyrir, að þeir falli í gildi, þegar forði þeirra eykst. Aukna
eftirspurnin reynist þeim eins og nokkurs konar fallhlíf,
þegar birgðirnar aukast. Ef iðnaði hefði ekki fleygt fram
á fyrsta tugi þessarar aldar, þá myndi gildisfall gullsins
og hækkun vöruverðs hafa orðið miklu örari en raun
varð á.
Fyrir stríð ræddu menn í ákafa orsakir verðbreyting-
anna. Það, sem vakti athygli manna á þeim, var verð-
hækkunin mikla fyrir aldamótin og svo aftur eftir 1907.
x) Sjá nánar um þetta efni Förelásningar i nati-
onalekonomi eftir próf. Wicksell, kaflann um viðskipta-
gildi peninganna.