Samvinnan - 01.03.1929, Side 62
r
56 S A M V I N N A N
vinnunni í þeim löndum, en ekki leiða til frekara sam-
komulags.
Hitt þarf þó varla að taka fram, að alþjóðasamvinn-
an myndi ganga miklu greiðlegar, ef samvinnustarfsem-
in 1 hverju landi hlítti öll einu og sama skipulagi. Eitt
aðalverkefni I. C. A.1) er einmitt að greiða fyrir slíku
allsherjarskipulagi innan þjóðfélaganna. Og það eru góð-
ar horfur á, að starf þess muni smámsaman bera árang-
ur á þessu sviði. Engum nema andstæðingum samvinn-
unnar er hagur að þeirri sundrungu, sem ennþá á sér
stað í sumum löndum.
Næst þarf að taka til athugunar, hvernig atkvæðis-
rétti á að vera fyrir komið í slíku alþjóðasambandi, sem
hér er um rætt. „Einn maður, eitt atkvæði“, er viðurkennd
regla í hverju samvinnufélagi. 1 landssamböndunum, er
fyrirkomulagið venjulega á þá leið, að hvert félag hefir
atkvæðamagn í einhverskonar hlutfalli við meðlimatölu.
1 alþjóðasamvinnu verður þó eigi ávalt hægt að
fylgja út í yztu æsar þeirri reglu, að hver þjóð fái at-
kvæðamagn í hlutfalli við fjölmenni samvinnufélagsskap-
arins í landinu. í ýmsum tilfellum gæti það orðið óréttlátt.
Sé athugað nánar, hverng grundvallarreglunni „einn
maður — eitt atkvæði“ er beitt, kemur það í ljós, að áhrif
meðlimanna í hverju einstöku samvinnufélagi fara yfir-
leitt nokkuð eftir hluttöku þeirra í starfsemi félagsins.
Þess er raunar mjög sjaldan krafizt í kaupfélögum, að
menn þurfi að verzla fyrir ákveðna upphæð til að fá at-
kvæðisrétt. En reynslan hefir sýnt, að þeir, sem í raun
og veru neyta atkvæðisréttar síns, eru fyrst og fremst
þeir menn, sem tryggastir hafa reynst í viðskiptum við
félagið. I sumum stórsölusamböndum er atkvæðisréttur
ekki eingöngu miðaður við meðlimafjölda einstakra fé-
x) I. C. A. er skammstöfun fyrir Intemational Cooperative
AÍliance, sem er enska heitið á alþjóðasambandi samvinnu-
Pýð.
manna.