Samvinnan - 01.03.1929, Qupperneq 82
76
S A M V I N N A N
verið settur lítið smekklegur steinkögur efst á hliðar
hins stýfða turns, sem lýtir bygginguna til muna.
Myndir þær, sem hér eru birtar af Landakotskirkj-
unni, sýna hvernig kirkjan átti að vera eftir teikningum
Guðjóns Samúelssonar. Þess má vænta, að hinn nýi, ötuli
biskup í Landakoti, láti ekki smámuni eina verða til lengd-
ar lýti á hinu mikla verki, sem hann hefir barist fyrir.
Að þessu sinni leyfir rúmið ekki að telja nema fátt
eitt og hið helzta, af ágætum Landakotskirkju, enda hefi
eg í allítarlegri grein í Tímanum, árið 1927, skýrt meir frá
Idrkjusmíð þessari. Verður hér aðeins drepið á þrjú at-
riði.
Hið fyrsta, að kirkjan er gotnesk, í hinum fagi’a,
himingnæfandi oddbogastíl, sem af öllum stíltegundum
er best fallinn til kirkjugerðar, enda má heita að tæplega
sé til í allri Evrópu nokkur verulega fögur kirkja, nema
í þeim stíl.
í öðru lagi hefir Guðjóni Samúelssyni tekizt að leysa
þá þrekraun, að gera steinsúlur þær, sem bera hvelfing-
amar, úr steyptum steinum, á þann hátt, að súlumar
fá það líf, léttleika og yndisþokka, sem talið var áður.
að óhugsandi væri að fá í súlur, nema þær, sem höggnar
eru í marmara eða aðrar steintegundir.
í þriðja lagi em stuðningssúlurnar, við kirkjuvegg-
ina, sem best sjást á myndunum milli glugga á hliðun-
um, miklu fegurri en gerist í erlendum, gotneskum kirkj-
um. 1 Landakoti eru þessar súlur nokkurskonar stuðla-
bergsdrangai', líkt og Dverghamrar á Síðu. Einar Jónsson
hefir fyrstur allra íslendinga flutt stuðlabergið inn í
listaheiminn. En í Landakotskii'kju er þeirri stefnu haldið
áfram. Má vænta þess, að íslenzkir söfnuðir notfæri sér
á margan hátt við kirkjubyggingar framvegis þá miklu
reynslu, sem fengizt hefir við byggingu Landakotskirkju.
J. J.