Samvinnan - 01.03.1929, Page 88
82
SAMVINNAN
Þýzka. Eldri deild: Kennslubók í þýzku eftir Jón
Ófeigsson (önnur útgáfa), frá 30. gr. og bókina út. Mál-
fræðin og sumt af köflunum tvílesið. — Hraðlesið: Polenz:
Erzahlungen, útg: J. A. Bokelund, bls. 1—52. Yngri
d e i 1 d: Kennslubók í þýzku eftir Jón Ófeigsson, út að gr.
57. Málfræðikaflamir tvílesnir.
Reikningur. E1 d r i d e i 1 d: Lesin reikningsbók
eftir Ólaf Daníelsson, bls. 1—134. Auk þess flest dæm-
in úr kaflanum „Ýms dæmi“, bls. 134—149. Skriflegar
æfingar tvisvar í mánuði og nemöndum gefin 8 dæmi til
skriflegrar úrlausnar heima á viku hverri. Y n g r i
d e i 1 d: Reikningsbók eftir Ólaf Daníelsson bls. 1—87.
Skriflegar æfingar tvisvar í mánuði og nemöndum gefin
8 dæmi til skriflegrar úrlausnar heima á viku hverri. —
Bókfærsla. E 1 d r i d e i 1 d: Kennd tvöföld bókfærsla,
dálkakerfi. Munniegar æfingar 1—2 tíma á viku; annars
skriflegar æfingar heima og í tímum. Ennfremur var
kenndur verzlunarreikningur (álagsreikningur og conto-
courant) jafnframt bókfærslunni.
Y n g r i d e i 1 d: Kennd undirstöðuatriði tvöfaldrar
bókfærslu og jafnframt helztu aðferðir verzlunarreikn-
ings. Kennslunni annars hagað á sama hátt og í eldri
deild.
Verzlunarsaga íslands. E1 d r i d e i 1 d: Lesin Einok-
unarverzlun Dana á íslandi 1602—1787, eftir Jón J. Að-
ils, bls. 1—64 og 259—658. Auk þess fyrirlestrar og rit-
gerðir.
Félagsfræði. Lýst niðurstöðum nútíma fræðimanna í
félagsfræðum. Kennt að mestu í fyrirlestrum. í E 1 d r i
deild: Lesið: Um þjóðskipulag íslendinga, eftir Bene-
dikt Bjömsson. í yngri deild: Lesin Þingstjóm, eftir
Hallgrím Hallgrímsson bókavörð.
Hagfræði. í e 1 d r i d e i 1 d var lesið: Ch. Gide: Nati-
onalekonomiens Grunddrag. Senare Delen, bls. 1—193 og
Gide: Hagfræði, Samvinnan 22. árg., bls. 36—143. í
y n g r i d e i 1 d: Ch. Gide, sama bók frá bls. 81 og bók-
ina út. t báðum deildum fór kennslan að mestu leyti fram