Samvinnan - 01.06.1973, Side 4

Samvinnan - 01.06.1973, Side 4
HÓTEL KEA leggur áherzlu á góöa þjónustu. HÓTEL KEA býöur yður bjarta og vist- lega veitingasali, vínstúku og fundarherbergi. HÓTEL KEA er fullkomnasta hótel Norðurlands. Verzlunarmenn! Athugið að Hótel KEA er aðeins steinsnar frá; ■¥• Nýlenduvörudeild KEA ■¥■ Vefnaðarvörudeild KEA ¥■ Herradeild KEA ■¥ Járn- 8c glervörudeild KEA ¥ Skódeild KEA ¥ Stjörnu Apóteki ¥ Efnagerðinni Flóru ¥ Smjörlíkisgerð KEA ¥ Efnaverksmiðjunni Sjöfn ¥ Mjólkursamlagi KEA ¥ Brauðgerð KEA ¥ Skrifstofum KEA Þeir, sem þurfa að fl/ta sér, muna eftir Matstofu KEA — Caféteríunni í hótelb/ggingunni. HÓTEL KEA b/ður /ður ávallt velkomin. HÚTEL KEA AKUREYRI Sími (96)11800 Charles Maurice de Talleyr- and (1754-1838), hinn frægi franski stjórnmálamaður, varð einhverju sinni fyrir því í samkvæmi, að Napóleon Bonaparte jós hann skömm- um og ásökunum og sneri síð- við bonum bakinu á áberandi hátt. Talleyrand hafði ekki hrokkið orð af munni, en nú sagði hann við þá sem næst- ir honum stóðu, svo hátt að allir í stofunni gátu heyrt það: — Tókuð þið eftir þessu, herrar mínir? Er það ekki hörmulegt, að svo mikill mað- ur skuli hafa fengið svo lélegt uppeldi? Árið 1821 lézt Napóleon á eynni St. Helenu. Andláts- fregnin barst til Parísar, þeg- ar hópur stjórnmálamanna var staddur í gestasal Mad- ame Crawford, og það sló heldur óþægilegri þögn á sam- kvæmið. Talleyrand gamli sat í einu horni salarins hljóður og svipbrigðalaus. Lítil græn augu hans hvörfluðu athugul frá einu andliti til annars. Einhver í hópnum fann hjá sér hvöt til að rjúfa þögnina með athugasemd, sem var í sjálfu sér óþörf: „Hvílíkur at- burður!“ sagði hann. Þá hljómaði djúp rödd Talleyrands úr horninu: — Það er ekki lengur at- burður. Það er einungis frétt. Rithöfundurinn Chateau- briand varð í upphafi 19. aldar hið mikla tízkuskáld Parísar. Hann var dáður um heim allan — en ekki af Talleyrand, sem hafði fág- aðan, klassískan smekk, og kunni því ekki að meta róm- antískt málskrúð og tilfinn- ingasemi Chateaubriands. Skömmu eftir útkomu prósaljóðs Chateaubriands, „Les Martyrs", árið 1809, hitti Talleyrand í veizlu 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.